Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýtt íbúðasvæði á Grenivík er 3,6 ha að stærð og er í brekku sunnan þjóðvegar beint suður af Gamla skóla. Gert er ráð fyrir að þar verði til framtíðar litið byggðar 28 íbúðir í sérbýlis-, rað- og parhúsum. 
Nýtt íbúðasvæði á Grenivík er 3,6 ha að stærð og er í brekku sunnan þjóðvegar beint suður af Gamla skóla. Gert er ráð fyrir að þar verði til framtíðar litið byggðar 28 íbúðir í sérbýlis-, rað- og parhúsum. 
Mynd / Vefsíða Grýtubakkahrepps.
Fréttir 29. desember 2021

Nýtt íbúðahverfi í kynningarferli í Grýtubakkahreppi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur samþykkt að vísa skipu­lagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Grenivíkurvegar í kynningarferli.

Markmið deiliskipulagsins er að skipuleggja íbúðalóðir á svæðinu sem er í brekku sunnan þjóðvegar beint suður af Gamla skóla. Svæðið er um 3,6 ha að stærð. Miðað er við að þar verði að lágmarki um 28 íbúðir og er markmiðið að auka fjölbreytni í lóðaframboði á Grenivík.

Fram kemur í skýrslu um nýja íbúðasvæðið að fjöldi lóða á þessu nýja svæði sé í heild nokkuð umfram það sem líklegt er að þörf verði fyrir á næstu árum. Byggingarsvæðið muni væntanlega byggjast upp hægt og rólega þannig að lóðir verða gerðar byggingarhæfar eftir þörfum á löngum tíma. Miðað er við að íbúðir verði fyrst og fremst í sérbýlishúsum, raðhúsum og parhúsum.

Í upphafi þessa árs var 371 íbúi í Grýtubakkahreppi og af þeim bjó 291 á Grenivík, en frá árinu 2010 hefur íbúum á Grenivík fjölgað um 42. Gróflega er áætlað að íbúafjöldi í sveitarfélaginu verði á bilinu 365 til 420 árið 2031. Ef miðað er við efri mörk verður þörf fyrir um 20 nýjar íbúðir fram að þeim tíma. Flestar þeirra verða væntanlega á Grenivík.

Auk þessa nýja íbúðahverfis sem nú er í kynningarferli er gert ráð fyrir 23 nýjum íbúðalóðum við Lækjarvelli og þéttingu byggðar við Ægissíðu, þar sem komast fyrir þrjár nýjar íbúðir. Við Höfðagötu syðst í byggðinni er rými fyrir um 10 íbúðir, þar af eru 6 á óbyggðum einbýlishúsalóðum.

Á miðsvæði sunnan skipulagssvæðisins er gert ráð fyrir stækkun Grenilundar og þar má einnig gera ráð fyrir litlum fjölbýlishúsum.

Skylt efni: Grýtubakkahreppur

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...