Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá undirskrift samningsins um nýja miðbæinn. Frá vinstri: Elliði Vignisson bæjarstjóri, Karl Þráinsson, framkvæmdastjóri Arnarhvols, og Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs.
Frá undirskrift samningsins um nýja miðbæinn. Frá vinstri: Elliði Vignisson bæjarstjóri, Karl Þráinsson, framkvæmdastjóri Arnarhvols, og Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs.
Mynd / Aðsend
Fréttir 24. janúar 2024

Nýr miðbær byggður upp í Þorlákshöfn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nú styttist í að framkvæmdir fari að hefjast við nýjan miðbæ í Þorlákshöfn.

Þar verða meðal annars 140 íbúðir, auk verslana og þjónusturýma, hótels, menningarsalar og veitingastaða. Skrifað var undir samkomulag um miðjan desember um byggingu miðbæjarins á milli Sveitarfélagsins Ölfuss og Fasteignafélagsins Arnarhvols. Samkomulagið miðar við að hönnun hefjist strax og fyrstu byggingarnar verði fullbúnar fyrir lok ársins 2025 eða fyrri hluta 2026.

Fimm hundruð ný störf

„Þorlákshöfn hefur verið að vaxa mjög hratt á síðustu árum. Hér er sótt á forsendum verðmætasköpunar og á næstu fimm árum er fyrirhugað að störfum fjölgi um allt að fimm hundruð, mest vegna umhverfisvænnar matvælaframleiðslu, vaxandi ferðaþjónustu og nýsköpunar.

Við lítum á það sem mikilvægan þátt í uppbyggingaráformum okkar að styðja við það sterka mannlíf sem hér er og auka þjónustu við íbúa og gesti. Þar getur vel heppnaður miðbær leikið lykilhlutverk.
Það eru því forréttindi að fá til liðs við okkur fyrirtæki eins og Arnarhvol sem deilir með okkur trúnni á þetta samfélag,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri.

Aðeins hálftíma frá Reykjavík

Karl Þráinsson, framkvæmdastjóri Arnarhvols, er mjög spenntur fyrir nýja miðbænum og öllu því sem er að gerast í Ölfusi. „Ég held að það hafi ekki farið fram hjá nokkrum manni hversu mjög Ölfus og Þorlákshöfn hafa styrkst á seinustu árum.

Ekki eingöngu fjölgar íbúum heldur eru stór og sterk fyrirtæki að velja sér hér framtíðarstaðsetningu sem skapar sérstöðu og velsæld. Til viðbótar við það þá er Þorlákshöfn ekki í nema rétt um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík,“ segir Karl og heldur áfram:

„Sveitarfélagið hyggur á enn frekari sókn og eflingu innviða svo sem með því að byggja fjölnota íþróttahús, byggja nýjan leikskóla, stækka höfnina, byggja íbúðir fyrir eldri borgara og efla enn frekar sundlaugina.

Þorlákshöfn er því orðin frábær valkostur fyrir ungt fólk sem vill njóta þess að ala upp börn í nánu samfélagi við hátt þjónustustig. Á þeim forsendum leggjum við í þetta samstarf.“

Skylt efni: Þorlákshöfn

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...