Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, undirrita greinargerð um nýtt hlutverk hússins.
Þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, undirrita greinargerð um nýtt hlutverk hússins.
Mynd / Margrét Ágústa
Fréttir 5. september 2024

Nýr hornsteinn lagður að Sögu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Lagður var nýr hornsteinn að húsinu sem lengst af gekk undir nafninu Bændahöllin, en endurbætur þess eru langt komnar.

Þann 21. ágúst sl. lögðu þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, nýjan hornstein að Sögu við Hagatorg.

Festi ríkið og Félagsstofnun stúdenta kaup á húsnæðinu fyrir tæpa fimm milljarða kr. í lok árs 2021 og var ljóst að ráðast þyrfti í talsverðar endurbætur og viðgerðir. Framkvæmdir á Sögu hafa staðið yfir frá árinu 2022 en lagt var upp með að þær stæðu ekki lengur yfir en í rúm tvö ár, sem hefur gengið eftir.

„Það er afar ánægjulegt að nú hillir undir verklok við endurbætur á Sögu og að húsiðverði tekið í notkun á ný. Saga á sér glæsta sögu en nú er komið að kaflaskilumog við leggjum ríka áherslu á að færa húsið inn í nýja tíma og að þar verði blómleg oglifandi starfsemi,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektorHáskóla Íslands.

Gert er ráð fyrir að flutningur Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Sögu fari fram að mestum hluta í október, nóvember og desember nk. og reiknað er með að starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands flytji inn í húsið síðar í haust.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...