Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nýr formaður stjórnar MS
Mynd / BBL
Fréttir 21. júní 2018

Nýr formaður stjórnar MS

Elín M. Stefánsdóttir, bóndi í Fellshlíð, hefur tekið við stjórnarformennsku hjá Mjólkur­samsölunni og verður jafnframt fyrsta konan til þess að gegna hlutverki stjórnarformanns hjá fyrirtækinu.
 
Elín M. Stefánsdóttir.
Elín og eiginmaður hennar, Ævar Hreinsson, búa að Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit og hafa verið bændur þar síðan 2002. Þau eiga 4 börn. Elín hefur setið í stjórn Auðhumlu og Mjólkursamsölunnar sl. 6 ár.
 
Nýr stjórnarformaður MS, Elín M. Stefánsdóttir, segir að hún hafi mikla ástríðu fyrir því að landbúnaður á Íslandi dafni sem best og að rekstur Mjólkursamsölunnar og framleiðsla mjólkurvara sé grunnstoð kúabúskapar á Íslandi.
 
 „Ég vil sjá Mjólkursamsöluna dafna sem best í framtíðinni. Það eru fram undan margar áskoranir fyrir mjólkuriðnaðinn í kringum endurskoðun á búvörusamningum, tollasamninginn við ESB, aukinn innflutning og fleiri þætti, sem geta haft veruleg áhrif á fyrirtækið sem er í eigu okkar kúabænda.“
 
Breytingar á stjórn Auðhumlu
 
Breytingar urðu nýlega á fulltrúum Auðhumlu í stjórn Mjólkursamsölunnar í kjölfar aðalfundar Auðhumlu, sem er aðaleigandi MS, og hefur stjórn MS skipt með sér verkum. Ágúst Guðjónsson og Þórunn Andrésdóttir eru nýir aðalmenn í stjórn, en Þórunn var áður varamaður. Þau komu í stað Jóhannesar Torfasonar og Jóhönnu Hreinsdóttur, sem tók sæti í varastjórn. Þá var Björgvin R. Gunnarsson kosinn varamaður í stjórn í stað Sæmundar Jóns Jónssonar.
 
Egill Sigurðsson, sem verið hefur stjórnarformaður frá árinu 2008, mun sitja áfram í stjórn fyrirtækisins, auk þess að sitja í stjórn nýs dótturfélags MS um erlenda starfsemi. Egill er jafnframt formaður stjórnar Auðhumlu. Auk Elínar, Ágústs, Egils og Þórunnar, situr Þórólfur Gíslason í stjórn MS sem fulltrúi Kaupfélags Skagfirðinga og er hann varaformaður. Varamenn í stjórn Mjólkursamsölunnar eftir breytinguna eru Ásvaldur Þormóðsson, Björgvin R. Gunnarsson, Jóhanna Hreinsdóttir, Laufey Bjarnadóttir og Sigurjón Rúnar Rafnsson.
 
Egill Sigurðsson, fráfarandi stjórnarformaður, segir að mjólkur­iðnaðurinn og Mjólkursamsalan sjálf hafi breyst mikið á undanförnum árum. 
 
„Ég er ánægður með þann árangur sem náðst hefur í hagræðingu þar sem framleiðslueiningum og starfsfólki fækkaði á sama tíma og mjólkurframleiðsla jókst um tugi milljóna lítra árlega og var þeim ávinningi skilað til bænda og neytenda.
 
Hann segir mikinn metnað í fyrirtækinu sem hafi breyst frá því að vera nær eingöngu á innanlandsmarkaði yfir í að eiga nú samstarf við aðila í 17 löndum. 

Skylt efni: MS | Mjólkursamsalan

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...