Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs, og Guðmundur Ármann Böðvarsson, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf., við undirritun samningsins.
Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs, og Guðmundur Ármann Böðvarsson, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf., við undirritun samningsins.
Fréttir 15. júlí 2021

Ný vinnsluhola fyrir heitt vatn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýverið var undirritaður samn­ingur milli Sveitarfél­agsins Skagafjarðar og Ræktunar­sam­bands Flóa og Skeiða ehf. um borun eftir heitu vatni í Varma­hlíð. Samið var um borun vinnsluholu á heitu vatni við Reykjarhól og er áætlað að borað verði á allt að 700 metra dýpi. Áætlaður kostnaður er um 50 milljónir króna. Jarðborinn Trölli hefur nú þegar hafið borun og gengur verkið samkvæmt áætlun, en verklok eru áætluð í lok ágúst næstkomandi samkvæmt verksamningi.

Tilraunaholur gáfu jákvæða niðurstöðu

Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, segir á vefsíðu Sveitarfélagsins Skaga­fjarðar að mikil vinna hafi verið í kortlagningu á svæðinu undanfarið og voru tilraunaholur boraðar síðasta sumar sem gáfu jákvæðar niðurstöður. „Niðurstöður úr tilraunaholum síðasta sumar voru mjög góðar og standa vonir til að þessi framkvæmd sem farið er í núna auki afhendingaröryggi á heitu vatni fyrir íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar.“

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...