Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bændur í Noregi leita allra leiða til að verða sér úti um heyfeng fyrir veturinn. Edmund Skoie heykaupmaður var staddur á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi á dögunum í þeim erindagjörðum að ræða viðskipti.
Bændur í Noregi leita allra leiða til að verða sér úti um heyfeng fyrir veturinn. Edmund Skoie heykaupmaður var staddur á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi á dögunum í þeim erindagjörðum að ræða viðskipti.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 2. ágúst 2018

Norðmenn gefa út skilyrði til innflutnings á heyi

Höfundur: Bjarni Rúnarsson
Norska matvælastofnunin (Mattilsynet) hefur gefið út lista yfir svæði á Íslandi sem flytja má heyfeng af til Noregs. Listinn byggir á áhættumati sem Mat­væla­stofnun Noregs lét gera vegna mikilla þurrka þar í landi. 
 
Skilyrði til útflutnings eru að garnaveiki og riða hafi ekki greinst á bæjum á svæðinu síðustu 10 árin. Íslandi er skipt upp í varnarhólf til að varna útbreiðslu sjúkdóma í búfénaði. Mörg hólf uppfylla ekki skilyrði til útflutnings. Þau hólf sem flytja má af eru 14 talsins:
 
Snæfellshólf, Dalahólf, Vest­fjarðahólf eystra, Vestfjarðahólf vestra, Miðfjarðar­hólf, Grímsey, Austfjarðar­hólf, Öræfahólf, Eyjafjalla- og Vestur-Skaftafells­sýslu­­hólf, Biskupstungnahólf, Grímsnes- og Laugardalshólf auk Vestmannaeyja.
 
Íslandi er skipt upp í varnarhólf til að varna útbreiðslu búfjársjúkdóma. Norðmenn vilja ekki hey af svæðum þar sem hefur greinst riða eða garnaveiki á síðustu 10 árum. 
 
Telja litla áhættu felast í heyinnflutningi frá Íslandi
 
Matvælastofnunin í Noregi telur að lítil áhætta teljist að flytja inn hey frá þessum svæðum á Íslandi, en að áhættan sé mun meiri ef flytja á hey frá Bandaríkjunum og Kanada. Matvælastofnun hefur ekki getað svarað því hvað réði því hvar línan var mörkuð, en stofnunin sé að vinna að þessum málum í samstarfi við Norsku matvælastofnunina. 
 
Áður var talað um að tún þyrftu að vera friðuð frá beit í vissan tíma en nú er horfið frá því ákvæði. Samkvæmt þessum tilmælum virðist einnig vera í lagi að selja hey af túnum sem hafa fengið búfjáráburð.
 
Edmund Skoie er staddur hér á landi til að vinna í að koma þessum viðskiptum á koppinn. Hann telur að orðalagi í tilmælunum verði líklega breytt á þann veg að bændur megi kaupa hey af bæjum sem hafa verið sjúkdómalausir í 10 ár. Sjúkdómastaða Íslands sé mun betri en í öðrum ríkjum sem hægt sé að flytja hey frá, eins og Bandaríkjunum og Kanada. Edmund segist hafa mætt mjög jákvæðu viðhorfi meðal bænda á Norðurlandi og hann vonast eftir að viðskiptin verði að veruleika. 
Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...