Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
MS vann til verðlauna
Fréttir 7. nóvember 2022

MS vann til verðlauna

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Mjólkursamlagið á Sel­fossi sigraði í flokki neyslu­mjólkurvara í keppninni International Dairy Contest í Herning, Danmörku.

Tilkynnt var um úrslitin þriðjudaginn 1. nóvember síðastliðinn. Keppendur komu frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku og voru 1.500 vörur skráðar til leiks. Keppt var í þremur flokkum. Í flokki osta sigraði útibú Arla í Taulov í Danmörku með Maasdammer ost. Í flokki smjörs og blandaðra vara vann Arla í Götene í Svíþjóð fyrir Bregott Havsalt viðbitið. Að lokum var MS á Selfossi sigurvegari í flokki neyslumjólkurvara fyrir áðurnefnt skyr. Bændablaðið ræddi við Svend Jörgenssen, aðstoðarrekstrarstjóra MS á Selfossi og mjólkurtæknifræðing. Hann sagði að Mjólkursamlagið hefði sent út nálægt 70 vörur og mörgum þeirra hefði vegnað vel í keppninni. Að auki við að verðlauna sigurvegara í hverjum flokki var vörum sem sköruðu fram úr veitt gull-, silfur- og bronsviðurkenningar.

Svend segir að MS hafi oft keppt í þessari keppni og átt velgengni að fagna í áðurnefndum flokki. Árið 2017 sigraði MS fyrir Ísey skyr með bökuðum eplum og árið 2012 var Kókómjólkin hlutskörpust neyslumjólkurvara.

Níu manns fóru sem fulltrúar MS á keppnina og var hluti þeirra í dómnefndum. Þau sem lögðu mat á gæði varnings þurftu að framkvæma prófanir án þess að sjá umbúðir eða vita hvað fyrir þau var lagt.

Skylt efni: Skyr

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...