Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mótmælt að Norðurál hafi áfram eftirlit á eigin hendi
Fréttir 23. nóvember 2015

Mótmælt að Norðurál hafi áfram eftirlit á eigin hendi

Höfundur: smh
Umhverfisstofnun auglýsti í sumar tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Norðurál á Grundartanga í Hvalfirði. Gert er ráð fyrir framleiðsluaukningu um 50 þúsund tonn á ári, þannig að heildarframleiðslan geti að hámarki orðið 350 þúsund tonn á ári.
 
Samkvæmt niðurstöðu Skipulags­stofnunar frá 26. júní 2014 er fyrirhuguð stækkun ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Rökstuðningurinn er sá, að ekki sé líklegt að hún muni hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með tilliti til eðlis framkvæmdarinnar, staðsetningu hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa hennar – samanber viðmið í lögum um mat á umhverfisáhrifum.
 
Umhverfisvaktin við Hvalfjörð hefur sent Umhverfisstofnun athugasemdir við tillöguna. Athugasemdirnar greinast í aðal­atriðum í fjóra liði. Því er mótmælt að Norðuráli verði heimilað að auka framleiðslu sína í 350 þúsund tonn, fullyrðingum um skaðleysi framleiðslunnar gagnvart húsdýrum er mótmælt, sömuleiðis að Norðurál hafi sjálft áfram umsjón með vöktun og mælingum – eftirliti á umhverfisáhrifum – ásamt útgáfu skýrslna vegna eigin mengunar. Loks er þess krafist að mælingar á loftmengun utan þynningarsvæðis álversins fari fram allt árið, með fullnægjandi hætti. 
 
Losunarmörk flúors verði til samræmis við skilyrði Alcoa
 
Varðandi losunarheimildir á flúori er það gagnrýnt af hálfu Umhverfisvaktarinnar, að miðað við auglýsingu um nýtt starfsleyfi verða þær rýmri en þær sem Alcoa Fjarðaál býr við. „Það er fullkomlega óskiljan­legt hvaða röksemdir geta mælt með því að heimila meiri mengun í landbúnaðarhéraðinu Hvalfirði en annarsstaðar á landinu,“ segir í athugasemdum þeirra.
 
Hvalfjarðarsveit gerir einnig talsverðar athugasemdir við tillögu Umhverfisstofnunar. Gerðar eru sömu athugasemdir og Umhverfisvaktin gerir varðandi fyrirhugaðar losunarheimildir á flúor. Í athugasemdunum kemur fram að „Hvalfjarðarsveit [hafi] áður gefið út að framleiðsluaukningunni geti ekki fylgt meiri losun flúors, þar sem litið sé svo á að þolmörkum flúors á svæðinu sé náð.“ 
 
Þá telur Hvalfjarðarsveit, eins og Umhverfisvaktin, löngu tímabært að benda á að endurskoða þurfi framkvæmd mælinga; það að rekstraraðili skuli sjálfur eiga að ábyrgjast þær vegna eigin mengunar.  
Þá er því mótmælt í athugasemdum Hvalfjarðarsveitar að ekki sé gert ráð fyrir árlegum mælingum á PAH-efnum. Samkvæmt upplýsingum á vef Umhverfisstofnunar er um að ræða efni sem eru fjölhringa arómatísk kolvetni og talin vera krabbameinsvaldandi berist þau í lífverur. Þau myndast í tengslum við ýmiss konar iðnaðarferla og tengjast aðallega framleiðslu á áli og járnblendi.
 
Í byrjun nóvembermánaðar lýsti svo hreppsnefnd Kjósarhrepps yfir stuðningi við bókun Hvalfjarðarsveitar, um að kröfur um mengunarvarnir verði hertar verulega í álverinu á Grundartanga – auk eftirlits. Sömuleiðis er lýst stuðningi við kröfu Hvalfjarðarsveitar um að Norðurál beri ekki sjálft ábyrgð á mengunarmælingum.
 
Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...