Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Möguleikar á framtíðarstuðningi við sauðfjárrækt skoðaðir
Fréttir 30. nóvember 2015

Möguleikar á framtíðarstuðningi við sauðfjárrækt skoðaðir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í síðasta kafla skýrslunnar Markmið og forsendur sauðfjárræktarsamnings er fjallað um framtíð sauðfjárræktar í landinu og segir ljóst að tækifæri eru fyrir hendi í atvinnugreininni, meðal annars hvað varðar aukinn útflutning og til að nýta aukna ferðaþjónustu.

Jafnframt eru áskoranir og ógnanir hér innanlands sem tengjast sauðfjárbúskapnum og þeim sem hann stunda. Nefna má skort á nýliðun í bændastétt, samkeppni um land og ýmsar áskoranir í dreifbýli, svo sem nettengingar, vegakerfi, fækkun íbúa og samdrátt í þjónustu opinberra aðila og einkaaðila.

Almenn ábending skýrsluhöfunda er að mikilvægt sé að hafa markmið í nýjum samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar einföld og mælanleg. Þá þarf að auka gegnsæi greiðslna samkvæmt samningnum í ríkisbókhaldi.

Utanaðkomandi áhrif

„Þróun mála í heiminum, svo sem mannfjölgun, vaxandi kaupmáttur á fjölmennum svæðum á borð við Kína, loftslagsbreytingar og aukið frelsi í milliríkjaviðskiptum munu hafa áhrif hérlendis, bæði til góðs og hins verra.

Rétt er að hafa í huga að utanaðkomandi áhrif geta valdið miklu um þróun sauðfjárbúskapar, burtséð frá því hvað íslensk stjórnvöld eða atvinnugreinin sjálf áforma.“

Fjórir möguleikar

Í skýrslunni voru fjórir möguleikar á framtíðarstuðningi við sauðfjárrækt skoðaðir. 1) Stuðla að aukinni og arðbærri framleiðslu sauðfjárafurða með aukinn útflutning í huga, 2) efla sauðfjárræktina sem atvinnugrein í dreifðum byggðum, 3) bæta afkomu sauðfjárbænda og 4) auðvelda endurnýjun í stétt sauðfjárbænda.

„Ef megin markmiðið með stuðningi ríkisins væri að stuðla að aukinni framleiðslu og arðbærni sauðfjárafurða með aukinn útflutning í huga þá væri réttast að leggja beingreiðslur niður og taka í stað þeirra upp framleiðslutengdan stuðning.

Ef megin markmiðið með stuðningi ríkisins væri að efla sauðfjárrækt sem atvinnugrein í dreifðum byggðum (almennt) þá myndi stuðningur vera ámóta alls staðar í dreifbýli. Ef það væri aukalegt markmið að styðja jaðarbyggðir sérstaklega, sem standa höllum fæti, færi stuðningur eftir staðsetningu viðkomandi sauðfjárbænda.

Ef megin markmiðið með stuðningi ríkisins væri að bæta afkomu sauðfjárbænda eru beingreiðslurnar ekki endilega rétta tækið til þess því slíkur stuðningur fer ekki að fullu til starfandi bænda heldur einnig til þeirra sem eru að fara úr greininni. Réttara væri þá í staðinn að taka upp stuðning sem bætti afkomu þeirra sem eru beinlínis starfandi í greininni svo sem gripagreiðslur.

Ef megin markmiðið með stuðningi ríkisins væri að auðvelda endurnýjun í stétt sauðfjárbænda þá mætti taka í staðinn upp stuðning sem tryggir að nýir bændur fái sjálfkrafa sama stuðning og aðrir bændur svo sem gripagreiðslur.“

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...