Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lundaveiðar leyfðar
Mynd / Pascal Mauerhofer-Unsplash
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27. júlí til 11. ágúst.

Samkvæmt lögum er lundaveiði heimil frá 1. júlí til 15. ágúst. Umhverfis- og skipulagsráðið telur mikilvægt að stýring veiða taki mið af afkomu stofnsins. Reynsla síðastliðinna ára hafi sýnt að þeir fáu dagar sem lundaveiði er heimiluð séu nýttir til að viðhalda þeirri menningu sem fylgi veiðinni og úteyjalífi. Frá þessu er greint í fundargerð ráðsins.

Þar kemur fram að lundaveiðimenn hafi sýnt ábyrgð í veiðum undanfarin ár. Veiðifélögin eru jafnframt hvött til að standa vörð um sitt nytjasvæði og upplýsa sína félagsmenn um að ganga fram af hófsemi.

Í stofnmati kemur fram að samdráttur hafi verið í lundastofninum undanfarna tvo áratugi og að veiðar væru sennilega stofnvistfræðilega ósjálfbærar, en lundar fjölga sér hægt.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...