Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hálfdán með nýja vöru Örnu, próteinvatn í áldósum.
Hálfdán með nýja vöru Örnu, próteinvatn í áldósum.
Mynd / mhh
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík Creamery mjólkurvinnslu í Pennsylvaníu undir viljayfirlýsingu um samstarf á milli fyrirtækjanna um framleiðslu og sölu á mjólkurvörum Örnu í Bandaríkjunum.

„Ég og við hjá fyrirtækinu erum mjög ánægð og stolt með þennan samning, það er frábært að komast inn á Bandaríkjamarkað með vörunar okkar,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu í Bolungarvík.

Samningurinn felur í sér framleiðslu og sölu á laktósafríu mjólkurvörum Örnu, sem þekktar eru og seldar hér á landi. En auk þess er ætlunin að framleiða próteinríka hafrajógúrt, sem Arna ætlar sér að setja á markað á Íslandi í sumar. Gert er ráð fyrir að flytja út vörur frá Íslandi í fyrstu, en síðar mun Reykjavík Creamery framleiða vörurnar í nýrri verksmiðju sinni í Pennsylvaníu.

„Það er blússandi gangur í fyrirtækinu, vörunar okkar seljast mjög vel á Íslandi og markaðurinn hefur tekið okkur opnum örmum. Við erum 44 í fyrirtækinu í dag og það er allt sem bendir til að þess að okkur eigi eftir að fjölga og fjölga,“ segir Hálfdán.

Próteinvatn í bauk

Það er ekki nóg með það að Hálfdán og hans fólk í Bolungarvík, sé að hefja útflutning á vörum fyrirtækisins til Bandaríkjanna því fyrirtækið var líka að setja splunkunýja vöru á markað. Það er próteinvatn í áldósum, vatnið er uppleyst í mysupróteini en í hverjum bauk eru 14 grömm.

Hálfdán segir vöruna alveg upplagða fyrir þá sem þurfa að bæta á próteintankinn og svala þorsta.

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...