Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Mjólkurostur með viðbættri jurtaolíu verði tollfrjáls
Mynd / Pixabay
Fréttir 12. september 2025

Mjólkurostur með viðbættri jurtaolíu verði tollfrjáls

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ætlun stjórnvalda er að breyta tollflokkun mjólkurosta með viðbættri jurtaolíu þannig að slíkar vörur falli í tollfrjálsan tollflokk.

Þetta kemur fram í svarbréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, þann 5. september síðastliðinn við formlegri athugasemd varðandi núverandi tollflokkun slíkra osta á Íslandi. Þeir bera í dag venjulegan toll, líkt og aðrir innfluttir mjólkurostar.

Í svari Dagbjarts Gunnars Lúðvíkssonar, aðstoðarmanns Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ráðgert sé að breyta þessu í samræmi við álit Alþjóðatollastofnunarinnar (WCO) um hvernig tollflokka eigi þessar vörur. Þar er gert ráð fyrir að þær séu tollfrjálsar.

Ótímasett breyting

Málið er ekki á nýrri þingmálaskrá ríkisstjórnar, en var að finna á þeirri þingmálaskrá sem var lögð fram í byrjun árs. Það mál var hins vegar dregið til baka á vorþinginu. Fyrirhuguð breyting stjórnvalda nú er ótímasett.

Dagbjartur segir að sem fyrr standi sú ákvörðun ráðherra að breytingin verði gerð að höfðu samráði við hagaðila og með það að markmiði að geta sameinað alþjóðlegar skuldbindingar, hagsmuni bænda og hagsmuni neytenda.

Magn annarrar fitu verði að vera umtalsvert

Í bréfi ráðuneytisins til ESA segir að fyrirhugaðar breytingar á tollflokkuninni verði ekki afturvirkar. Í því er lögð áhersla á að í frumvarpinu verði sérstaklega kveðið á um að magn annarrar fitu en mjólkurfitu verði að vera umtalsvert, til að hafa raunveruleg áhrif á eðli vörunnar. Fyrirvarinn sé ætlaður til að koma í veg fyrir að óverulegu hlutfalli af jurtafitu sé bætt við vöruna, einungis svo hægt sé að komast hjá því að greiða toll.

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Mjólkursamsölunnar, segir að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir íslenska kúabændur. „Meðan málið er svona búið er það í lausu lofti og hefur augljóslega áhrif á stöðuna við gerð búvörusamninga að mínu mati. Aukinn innflutningur á staðgengilsvörum fyrir mozzarella ost á pitsur mun hafa alvarleg áhrif á markað fyrir afurðir frá innlendum kúabændum,“ segir hún.

Ákvarðanir og dómar í samræmi við gildandi lög

Erna bendir enn fremur á að í bréfi stjórnvalda til ESA birtist afdráttarlaus afstaða um að allar ákvarðanir og dómar hafi verið í samræmi við gildandi lög – og af til þess bærum stjórnvöldum. Enga viðurkenningu sé að finna á rangri tollflokkun umræddrar vöru.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f