Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skemmd grös í kartöflugarði í Þykkvabæ.
Skemmd grös í kartöflugarði í Þykkvabæ.
Fréttir 16. ágúst 2017

Mismiklar skemmdir á görðum í Þykkvabæ

Höfundur: Vilmundur Hansen

Markús Ársælsson kartöflubóndi í Hákoti í Þykkvabæ segir að nánast allir kartöflugarðar í Þykkvabæ hafa orðið fyrir skemmdum, en mismiklum, í næturfrosti um síðustu helgi.

„Ég rækta kartöflur á 18 til 20 hekturum og það sjást skemmdir á öllum görðunum en mismiklar.

Þar sem skemmdirnar eru verstar dregur úr sprettu en þar sem skemmdirnar eru minnstar munu þær ekki hafa nein áhrif.“

Að sögn Markúsar er það sem skiptir mestu máli núna er að það komi ekki aftur frost á grösin. „Gerist það aftur verða grösin fyrir miklu meira áfalli og þá erum við að tala um mikið tjón.

Það er ekki nema miður ágúst núna og ef ekkert gerist frá í september er tjónið ekki svo mikið og við í þokkalegum málum. Útlitið er ekki gott fyrir næstu helgi og ef himininn heldur áfram að vera skafheiðríkur eins og hann er núna er töluverð hætta á næturfrosti. Hver dagur er því dýrmætur fyrir okkur hvað uppskeruna varðar.“

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...