Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mikil birgðasöfnun vegna verkfalla
Mynd / VH
Fréttir 13. maí 2015

Mikil birgðasöfnun vegna verkfalla

Vegna frétta fjölmiðla í dag þess efnis að 200 tonn af innfluttu kjöti bíði tollafgreiðslu vilja Bændasamtökin koma því á framfæri að áætlað er að uppsafnaðar birgðir af svínakjöti og alifuglakjöti sem ekki hefur farið á markað vegna verkfalls dýralækna verði í lok þessarar viku um 1.400 tonn.

Kjötið er geymt í frosti þar sem ekki hafa fengist undanþágur frá verkfalli til slátrunar nema með skilyrðum um að setja vörur á frost. Magn innlends kjöts í frystigeymslum er því sjöfallt meira í tonnum talið en þess erlenda kjöts sem bíður tollafgreiðslu. Slík birgðasöfnun mun leiða til fjárhagslegs tjóns fyrir bændur löngu eftir að verkfalli lýkur.

Frá því að verkfall dýralækna hófst þann 20. apríl hafa innlendir alifuglabændur og svínabændur ekki fengið tekjur af framleiðslu sinni. Fjárhagsstaða margra búa er því orðin verulega erfið sem hefur áhrif á möguleika þeirra til að kaupa fóður og aðföng til að sinna dýrunum, sem og að framleyta sér og fjölskyldum sínum. Ljúki verkfalli ekki brátt mun fjöldi búa standa frammi fyrir gjaldþroti.

Sjá einnig forsíðufrétt Bændablaðsins í dag:

Um 1.200 til 1.400 tonn af
svína- og kjúklingakjöti hafa safnast upp

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...