Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þorsteinn Tómasson, fyrrverandi forstjóri Rala.
Þorsteinn Tómasson, fyrrverandi forstjóri Rala.
Mynd / TB
Fréttir 3. febrúar 2020

Mikið að sækja í kynbótum í skógrækt

Höfundur: Ritstjórn

Þorsteinn Tómasson, fyrrverandi forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, er viðmælandi Sveins Margeirssonar í hlaðvarpsþættinum Víða ratað. Þeir ræða m.a. um kynbætur í trjárækt en Þorsteinn hefur um árabil unnið að þeim. Hann segir að erfðaframfarir hafi orðið miklar í skógrækt á síðustu áratugum. Nefnir hann sem dæmi skógarfuru á Norðurlöndum þar sem skógfræðingar segja að erfðaframfarir séu um 2% á ári, þ.e. með tilliti til aukins vaxtarhraða og afkasta.

Þorsteinn ræðir einnig um þróun líftækninnar og rifjar upp samstarf Rala og Orf líftækni. Dæmi um það þegar ríkisfyrirtækið fóstraði einkafyrirtæki sem hefur náð miklu flugi á síðustu árum.

Hann telur ráðlegt að gerð verði greining á því hvernig til hefur tekist á síðustu árum eftir sameiningar stofnana Rala og LbhÍ. Þá hafi ráðgjafarþjónusta í landbúnaði breyst hratt og nauðsynlegt að rýna í árangur sem þar hafi náðst.

Þorsteinn varar við of mikilli áhættusækni í landbúnaði og skyldum greinum og nefnir þar laxeldi og hörrækt þar sem menn fóru af stað á árum áður án grunnrannsókna. „Þetta fór ekki nógu vel í upphafi þó menn hafi náð tökum á þessu seinna,“ segir Þorsteinn Tómasson.

Þátturinn Víða ratað er hýstur undir merkjum Hlöðunnar, hlaðvarps Bændablaðsins, á öllum helstu streymisveitum. Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn hér undir.

 

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f