Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hálendisþjóðgarður eins og hann er dregin upp á vefsíðunni halendid.is sem 27 samtök standa að. Þar hefur verið safnað yfir 15.700 undirskriftum til stuðnings við stofnun slíks þjóðgarðs.
Hálendisþjóðgarður eins og hann er dregin upp á vefsíðunni halendid.is sem 27 samtök standa að. Þar hefur verið safnað yfir 15.700 undirskriftum til stuðnings við stofnun slíks þjóðgarðs.
Fréttir 17. maí 2019

Miðhálendisþjóðgarður skerðir skipulagsvald sveitarfélaganna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar að nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu óski aðeins eftir umsögnum um þætti sem lúta að skipulagi og mörkum slíks þjóðgarðs en ekki um kosti og galla þess yfir höfuð að stofna þjóðgarðinn.
 
Fram kemur í fundargerð byggðarráðs að stofnun og rekstur þjóðgarðs kalli á mikið fjármagn ef vel eigi að standa að málum varðandi uppbyggingu innviða, viðhald m.a. vega, merkinga, fráveitumála og eigna.
 
Útfæra þarf samstarf við heimamenn
 
„Ef þjóðgarður á að geta byggt upp atvinnu og stutt við búsetu á nærsvæðum þjóðgarðs þarf fjármagn að fylgja slíkri fyrirætlan. Einnig ef þjóðgarður á að bjóða upp á aðgengi og möguleika til útivistar, sérstakar aðgerðir gagnvart öryggismálum og vöktun, og að laða að ferðamenn,“ segja Skagfirðingar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs.
 
Útfæra þurfi með skýrum hætti hvernig samstarfi við heimamenn á hverjum stað verði háttað, m.a. hver þeirra réttindi verða til að mynda varðandi nytjarétt, beitarstýringu og veiði. Í umræddum drögum sem nú eru til umsagnar er t.d. aðeins tekið þannig til orða að stefnt sé að því að „viðhalda réttindum sem nú þegar eru tryggð í þjóðlendum, s.s. fyrir sveitarfélög og/eða aðila sem stunda atvinnurekstur“ í stað þess að kveða skýrt á um að þau réttindi haldist.
 
Sporin hræða
 
Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum segir í bókun Skagfirðinga. „Með öðrum orðum er verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Sporin hræða í þeim efnum.“
 
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur rétt að áður en lengra er haldið með undirbúning stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu verði hugað að stöðu, hlutverki og vilja sveitarfélaganna til verkefnisins. Jafnframt verði teknar saman upplýsingar um stöðu annarra þjóðgarða, rekstrargrundvöll þeirra og hvernig mat heimamanna á hverjum stað fyrir sig er á að til hafi tekist. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...