Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir afhendir verðlaun Ecotrophelia Ísland 2017.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir afhendir verðlaun Ecotrophelia Ísland 2017.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. apríl 2017

Mauk hlaut verðlaun Ecotrophelia Ísland 2017

Höfundur: smh

Ráðstefnan Þekking og færni í matvælageiranum, á vegum Matvælalandsins Íslands, stendur nú yfir á Hótel Sögu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flutti setningarræðu og afhenti að svo búnu verðlaun í keppninni Ecotrophelia Ísland 2017, þar sem keppt er í nýsköpun í matvælaframleiðslu. Tveir hópar kepptu til úrslita og sigraði hópur með vöruna Mauk, sem er marinering framleidd úr vannýttu grænmeti.

Markmiðið með framleiðslu vörunnar er að taka á matarsóun, einu stærsta vandamáli í matvælaiðnaði. Mikið magn úr grænmetisræktun fer til spillis í dag, meðal annars hráefni sem stenst ekki útlitskröfur smásala og neytenda. Aðaluppistaða Mauks eru tómatar og gulrætur – og er það án aukaefna.

Meginmarkmið keppninnar er að stuðla að sköpun og þróun nýrra, umhverfisvænna matvara fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað  – og auka umhverfisvitund almennings og þjálfa frumkvöðlahugsun nemenda. Sigurliðið hlýtur vegleg verðlaun og rétt til að taka þátt í alþjóðlegri keppni, Ecotrophelia Europe í London í nóvember.

Mauk er í raun þykkni sem neytandinn þynnir með vökva að eigin vali. Það er hugsað sem marinering fyrir kjúkling og hvítan fisk eða sem grunnur í súpur, sósur eða pottrétti. 

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...