Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Matvælastofnun gert að afhenda upplýsingar um sauðfjárbændur og greiðslur til þeirra
Mynd / BBL
Fréttir 8. ágúst 2018

Matvælastofnun gert að afhenda upplýsingar um sauðfjárbændur og greiðslur til þeirra

Höfundur: smh

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð þann 31. júlí um að Matvælastofnun skyldi afhenda aðila upplýsingar sem viðkomandi óskaði eftir aðgangi að og varðar búskap sauðfjárbænda og greiðslur til þeirra. Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum í vörslu Matvælastofnunar um eftirlit stofnunarinnar með gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu.

Kærandi hafði fengið aðgang að hluta umbeðinna gagna en um tilteknar upplýsingar í svonefndum landbótaáætlunum kom fram í hinni kærðu ákvörðun að um einkamálefni viðkomandi bónda væri að ræða. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að kærandi ætti rétt á áætlunum án útstrikana. Nefndi lagði fyrir Matvælastofnun að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar varðandi þau gögn sem ekki hafði verið tekin fullnægjandi afstaða til upplýsingaréttar kæranda. Það felur í sér að veita beri upplýsingar um eftirfarandi atriði:

  1. 1. Nöfn og staðsetningu allra býla eða framleiðslueininga í sauðfjárframleiðslu sem hljóta greiðslur samkvæmt búvörusamningum, sundurliðað eftir ærgildum.
    2. Upplýsingar um heildargreiðslur til hvers bús fyrir sig samkvæmt búvörusamningi fyrir sauðfjárrækt fyrir árið 2015 eða 2016.
    3. Upplýsingar um það hvort framleiðslan standist ákvæði landnýtingarþáttar gæðastýringarinnar árið 2015 eða 2016.

Úrskurðinn má lesa á vef Stjórnarráðs Íslands í gegnum tengilinn hér fyrir neðan, en hann var birtur 7. ágúst.

 

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...