Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Nokkrir nemendur með brakandi ferskt grænmeti úr útigörðum garðyrkjubænda í Uppsveitum Árnessýslu.
Nokkrir nemendur með brakandi ferskt grænmeti úr útigörðum garðyrkjubænda í Uppsveitum Árnessýslu.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 7. október 2025

Matreiðslunemendur og garðyrkjubændur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega fóru 30 matreiðslunemendur við Menntaskólann í Kópavogi (MK) og tveir kennarar þeirra í skemmtilega heimsókn til nokkurra garðyrkjubænda í Uppsveitum Árnessýslu.

Sölufélag garðyrkjumanna skipulagði ferðina en í henni fengu nemendur að upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi. Ragnheiður og Friðrik á garðyrkjustöðinni Flúðajörfa tóku hópinn út á akrana þar sem þau fengu að uppskera brakandi ferskar gulrætur, blóm- og spergilkál við mikla hrifningu.

Nemendur með nýjar, ferskar gulrætur, sem þeir fengu að taka upp.
Flúðasveppir og Friðheimar

Ævar tók á móti hópnum í Flúðasveppum og kynnti allt svepparæktunarferlið, sem nemendum þótti mjög fróðlegt. Nemendur fengu sér síðan ljúffenga sveppasúpu ásamt ljúffengu meðlæti á Farmers Bistro hjá Flúðasveppum.

Knútur Ármann á Friðheimum í Reykholti leiddi þau um gróðurhúsin, sagði frá allri þeirra starfsemi og sýndi þeim inn í eldhúsið og kynnti einnig Vínstofu Friðheima.

Kryddtegundir Ártanga

Hópurinn kom einnig við á garðyrkjustöðinni Kinn í Hveragerði og Ártangi í Grímsnesi var líka heimsóttur þar sem kynntar voru þær fjölmörgu kryddtegundir, sem ræktaðar eru í garðyrkjustöðinni.

„Það er mikill heiður fyrir Sölufélagið og garðyrkjubændur að fá tækifæri til að fræða kokkanema um eiginleika og gæði íslenska grænmetisins. Okkur er það mikilvægt að nemendur fái að kynnast ræktuninni frá fyrstu hendi, smakka grænmetið beint úr gróðurhúsunum og akrinum og geta fengið að spyrja spurninga sem brennur á þeim að fá svör við. Samstarfið við MK hefur staðið í nokkur ár og höfum við farið tvær ferðir á ári, eina að vori og svo hina að hausti. Nemendur eru ákaflega áhugasamir og er sú upplifun og fróðleikur sem þau fá úr ferðinni tvinnuð saman við námsefnið,“ segir Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri Sölufélagsins.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f