Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Matarverð á Norðurlöndum er lægst á Íslandi
Fréttir 9. desember 2014

Matarverð á Norðurlöndum er lægst á Íslandi

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Út er komin Norræna tölfræði­bókin fyrir árið 2014 (Nordic Statistical Yearbook). Í bókinni er að finna margvíslegan samanburð milli Norðurlandanna, þar á meðal á verðlagi.

Litið er bæði til verðlags á mat og allri vöru og þjónustu sem er innifalinn í þjóðarframleiðslu (GDP). Samanburðurinn er gerður með vísitölum verðhlutfalla sem sýna hve mikið þarf af evru að meðaltali til að kaupa sama magn af vörum og þjónustu í mismunandi ríkjum.  Til samanburðar er meðalverðlag í 27 ESB (án Króatíu) sett sem 100. Byggt er á því verði sem neytendur greiða fyrir vörur og þjónustu að virðisaukaskatti og öðrum sköttum meðtöldum. 

Matarverð á Norðurlöndum og meðalverðlag  í 27 ESB-löndum. Smellið á myndina ti að stækka.

Matvörur eru sérstaklega dýrar í Noregi og Danmörku. Árið 2013 var verðlag á matvörum 75% hærri í Noregi og 36% hærra í Danmörku en að meðaltali í ESB27. Matvörur voru hins vegar ódýrastar á Íslandi.
Minni munur er á verðlagi á Norðurlöndunum og ESB27 þegar litið er til heildarverðlags á vörum og þjónustu. Aftur er verðlag lægst á Íslandi en hér var verðlag 13% hærra en í ESB27. Aftur á móti var verðlag í Noregi hæst, 54% hærra en í ESB27.

Til glöggvunar fylgir mynd með samanburði á verðlagi árið 2012 í löndunum 5 við verðlag í ESB27 en eins og fyrr segir er samanburðurinn í Norrænu tölfræðibókinni fyrir árið 2013. 

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...