Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Matarverð á Norðurlöndum er lægst á Íslandi
Fréttir 9. desember 2014

Matarverð á Norðurlöndum er lægst á Íslandi

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Út er komin Norræna tölfræði­bókin fyrir árið 2014 (Nordic Statistical Yearbook). Í bókinni er að finna margvíslegan samanburð milli Norðurlandanna, þar á meðal á verðlagi.

Litið er bæði til verðlags á mat og allri vöru og þjónustu sem er innifalinn í þjóðarframleiðslu (GDP). Samanburðurinn er gerður með vísitölum verðhlutfalla sem sýna hve mikið þarf af evru að meðaltali til að kaupa sama magn af vörum og þjónustu í mismunandi ríkjum.  Til samanburðar er meðalverðlag í 27 ESB (án Króatíu) sett sem 100. Byggt er á því verði sem neytendur greiða fyrir vörur og þjónustu að virðisaukaskatti og öðrum sköttum meðtöldum. 

Matarverð á Norðurlöndum og meðalverðlag  í 27 ESB-löndum. Smellið á myndina ti að stækka.

Matvörur eru sérstaklega dýrar í Noregi og Danmörku. Árið 2013 var verðlag á matvörum 75% hærri í Noregi og 36% hærra í Danmörku en að meðaltali í ESB27. Matvörur voru hins vegar ódýrastar á Íslandi.
Minni munur er á verðlagi á Norðurlöndunum og ESB27 þegar litið er til heildarverðlags á vörum og þjónustu. Aftur er verðlag lægst á Íslandi en hér var verðlag 13% hærra en í ESB27. Aftur á móti var verðlag í Noregi hæst, 54% hærra en í ESB27.

Til glöggvunar fylgir mynd með samanburði á verðlagi árið 2012 í löndunum 5 við verðlag í ESB27 en eins og fyrr segir er samanburðurinn í Norrænu tölfræðibókinni fyrir árið 2013. 

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f