Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Matarmarkaður á Facebook
Mynd / TB
Fréttir 16. maí 2017

Matarmarkaður á Facebook

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Búið er að stofna Matarmarkað á Facebook sem hefur það markmið að efla milliliðalaus viðskipti á milli framleiðenda og viðskiptavina. Framleiðendur geta auglýst vörur sínar og viðskiptavinir geta pantað vörurnar í ummælum undir auglýsingunni.

Fyrirkomulagið er að norrænni fyrirmynd en t.d. hefur þessi viðskiptaleið breiðst hratt út í Finnlandi undir nafninu REKO. Reko gengur út á að búa til tengslanet á Facebook þar sem seljendur og kaupendur hafa milliliðalaus viðskipti. Smáframleiðendur, matarfrumkvöðlar, veitingahús og bændur sem selja beint frá býli eru áberandi á Reko.

Af hverju matarmarkaður á Facebook?

Þann 20. mars síðastliðinn stóðu matarfrumkvöðlar og Matarauður Íslands fyrir opnum fundi þar sem framleiðendur, veitingamenn, heildsalar og aðrir sem tengjast matvælageiranum komu saman. Í umræðum kom fram að það þyrfti að efla milliliðalaus viðskipti og auka yfirsýn um framboð bænda og annarra framleiðenda á vörum beint frá býli eða smáframleiðslu. Einnig þyrfti að vera vettvangur fyrir veitingamenn, verslanir og neytendur til að ná í þessar vörur.

Ekki er víst að milliliðalaus viðskipti henti öllum en með því að nýta sér Facebook þá geta framleiðendur mögulega lækkað viðskiptakostnað og tekið á móti pöntunum fyrirfram. Það auðveldar skipulagningu í framleiðslunni.  

Hvernig virkar matarmarkaðurinn?

Matarmarkaðurinn virkar líkt og hefðbundinn matarmarkaður, nema að viðskiptavinir panta og ganga frá viðskiptum í gegnum Facebook-hóp. Þegar viðskiptin eru komin á þá sammælast aðilar um afhendingarmáta og afhendingarstað. Til þess að einfalda afhendingarferlið þá býður hópurinn upp á afhendingar í Sjávarklasanum í Reykjavík á milli 14:00 og 16:00 á föstudögum. Í staðinn fyrir að framleiðendur þurfi að koma aðföngum á hefðbundinn matarmarkað upp von og óvon um að allt seljist þá mæta seljendur einungis með þær vörur sem búið er að panta. Þannig verður minna um rýrnun og viðskiptakostnaðurinn í lágmarki.

Hópurinn var stofnaður af frumkvöðlinum Inga Birni Sigurðssyni og verkefninu Matarauður Íslands. Markmiðið er að sögn þeirra að efla íslenska framleiðslu með því koma á milliliðalausum samskiptum við viðskiptavini. Allir Facebook-notendur geta selt sínar vörur endurgjaldslaust og hópurinn er öllum opinn.  

Slóðin á Matarmarkað á Facebook

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f