Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frumkvöðullinn Ingi Björn Sigurðsson kynnti viðburðinn á fundi Landbúnaðarklasans á dögunum.
Frumkvöðullinn Ingi Björn Sigurðsson kynnti viðburðinn á fundi Landbúnaðarklasans á dögunum.
Mynd / smh
Fréttir 19. apríl 2017

Matarhakkaþon haldið í húsakynnum Sjávarklasans

Höfundur: smh

Viðburðurinn LYST - Future of the food verður haldinn dagana 27.-30. apríl næstkomandi. Honum er meðal annars ætlað að örva nýsköpun í matvælageiranum.

Viðburðurinn samanstendur af þremur liðum; ráðstefnu um framtíð viðskipta með matvæli, sem fer fram í Gamla Bíói í Reykjavík þann 27. apríl, Matarferðalagi þar sem erlendir gestir ráðstefnunar fara út á land – og hitta þá sem eru raunverulega að búa til og framleiða mat –  og að endingu fer fram fyrsta íslenska matarhakkaþonið fram í húsakynnum Íslenska Sjávarklasasans.

Finna lausnir saman á 36 tímum

Frumkvöðullinn Ingi Björn Sigurðsson kynnti viðburðinn á fundi Landbúnaðarklasans fyrir skemmstu. Hann segir að Matarhakkaþon sé viðburður þar sem þátttakendur fá tækifæri til þess að finna lausnir saman á tilteknum vandamálum, á 36 klukkutímum. „Nafnið hakkaþon er einmitt sett saman úr því að hakka eitthvað saman og maraþoni. Hakkaþon er vel þekkt úr tækniheiminum þar sem fyrirtæki á borð við Google og Facebook nota þessa aðferð til að fá starfsmenn sína til þess að hakka saman lausnir og veita verðlaun fyrir bestu lausnirnar. Fyrirtækin nýta hakkaþon til þess að örva sköpunarkraft starfsmanna og jafnframt til þess að finna ný tækifæri.

Það sem er gaman við matarhakkaþon er að það geta allir tekið þátt. Það geta allir skapað eitthvað í kringum mat, búið til mat, búið til matarkonsept og eða blandað mat og tækni saman. Á matarhakkaþoni á heima fólk á öllum aldri; ömmur, afar og barnabörn. Fólk með allskonar bakgrunn; matareiðslufólk, matvælaframleiðendur, markaðsfólk, hönnuðir, sjómenn, bændur og búalið. Í rauninni það eina sem þarf til, er að vera umhugað um matvæli og hafa áhuga á sköpun. 

Þema Matarhakkaþonsins er sjálfbærni. Lausnir eða afurðir út úr því gætu til dæmis verið barnamatur úr íslenskum fiski, gulrótarsnakk, markaðstorg fyrir matarafganga, app sem hjálpar viðskiptavinum að finna íslenskar vörur, lamb til leigu, rabarbaraís. Svo eru auðvitað ótal aðrar hugmyndir,“ segir Ingi Björn.

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna á vefnum lyst.is og þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku.

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...