Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Meðal fyrirlesara á málþinginu verður Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands.
Meðal fyrirlesara á málþinginu verður Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands.
Mynd / smh
Fréttir 21. febrúar 2025

Málþing um framtíð landbúnaðar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Tekið verður á mörgum hagsmunamálum landbúnaðarins á víðum grunni á opnum fundi sem nokkur samtök tengt landbúnaði standa fyrir í næstu viku.

Bændasamtök Íslands, Samtök fyrirtækja í landbúnaði, Samtök ungra bænda, Samtök smáframleiðenda matvæla og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði boða til fundar um framtíð íslensks landbúnaðar þann 26. febrúar á Hótel Nordica.

Ræða á um landbúnað í samhengi við almannahagsmuni, til að mynda í tengslum við fæðu- og þjóðaröryggi, hvernig Íslendingar geti orðið meira sjálfbærir í þeim efnum. Þá verður fjallað um mörg þau málefni sem eru ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni í dag, eins og tollamál, raforkumál og garðyrkjubændur, byggðamál, nýsköpun, smáframleiðendur, nýliðun og unga bændur.

Á meðal fyrirlesara verða Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla, Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, Steinþór Logi Arnarsson, formaður Sambands ungra bænda og Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands.

Fundarstjóri verður Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...