Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Lykiltölur sem lýsa sjálfbærri þróun
Fréttir 10. júlí 2014

Lykiltölur sem lýsa sjálfbærri þróun

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Í fyrsta skipti hefur Alþjóða­bankinn nú lagt talnalegt mat á hvernig þjóðum heims gengur að takast á við að reka hagkerfi sín í samræmi við sjálfbæra þróun, þannig að ekki sé gengið á auðlegð þjóðarinnar. Auðlegð er hér skilgreind nánar sem fjármunalegar eignir, m.a. tekið tillit til fjárfestingar í menntun landsmanna, afskrifað til samræmis við nýtingu eyðanlegra náttúruauðæva tekið tillit til mannfjöldaþróunar og sparnaðar. Niðurstöðurnar ásamt þessum bakgrunnsupplýsingum voru birtar á alþjóðlega umhverfisdaginn, 5. júní sl., í „The little green data book 2014“ eða „Litlu grænu gagnabókinni“.

Með því að greina breytingu á auðlegð þjóðar þannig mældri reynir Alþjóðabankinn að leggja tölfræðilegt mat á félagslega og vistfræðilega sjálfbærni. Hefðbundinn mælikvarði á þjóðarframleiðslu mælir aðeins tekjur en nær ekki að leggja mat á hvernig fjármagnið sem liggur þar grundvallar, þróast. Alls eru 136 lönd í heiminum metin með þessum hætti. Flest lönd koma út með jákvæða þróun að þessu leyti fyrir árið 2010. Þó eru 45% landanna sem sýna neikvæða stöðu og er Ísland þar á meðal. Þessi lönd sýna sig að vera með hagvöxt en byggja hann á að ganga á möguleika sína án þess að byggja samhliða upp nýja. Haldi slík þróun áfram metur Alþjóðabankinn stöðuna svo að hagvöxtur muni minnka og verða á endanum neikvæður. Ástandið er verst í fátækari hlutum heimsins, með Afríku sunnan Sahara á botninum þar sem 88% landanna eru með neikvæðar breytingar á auðlegð. Best er ástandið hins vegar í Suður-Asíu, þar sem þannig er komið fyrir aðeins 17% landanna. Þessu samhengi má á sama hátt lýsa þannig að lönd með lágar tekjur á íbúa koma illa út en þau ríkustu best.


Ísland kemur neikvætt út í þessari úttekt, auðlegð á íbúa er talin hafa minnkað um $ 1.366 á árinu. Til samanburðar jókst auðlegð á íbúa í örðum löndum með háar tekjur á íbúa um $ 2.210. Fleiri athyglisverðar samanburðartölur er einnig að finna fyrir Ísland. Framleiðni á starfsmann í landbúnaði mæld sem verðmæti á starfsmann var hátt í þrefalt meiri en öðrum löndum með háar þjóðartekjur á íbúa. Orkunotkun á íbúa er að sama skapi rösklega þrefalt meiri. CO2-losun er hins vegar rösklega helmingur af meðallosun á íbúa í samanburðarlöndunum, 6,2 tonn á móti 11,6. Sértök úttekt er á líffræðilegum fjölbreytileika. Þar kemur fram að sex búfjárkyn og ein fuglategund væru í útrýmingarhættu. Þá má að lokum nefna að hlutfall íbúa sem búa í þéttbýli hér á landi er vel yfir meðaltali annarra landa með sambærilegar þjóðartekjur á íbúa, 93,8% landsmanna búa í þéttbýli samanborið við að 80,2% íbúa í öðrum löndum með háar meðaltekjur.

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...