Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Lömb sett út um leið og hægt er
Fréttir 6. júní 2014

Lömb sett út um leið og hægt er

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er fín frjósemi hjá fénu í ár og það lofar góðu,“ segir Bergvin Jóhannsson bóndi á Áshóli í Grýtubakkahreppi, en sauðburður gekk  vel.

„Það er mikill munur að geta sett ærnar og lömbin út jafnóðum,“ segir Bergvin, en góður hópur gerði sér að góðu nýsprottið grasið í túni norðan við Áshól þegar Bændablaðið átti leið hjá á dögunum. Bergvin segist setja lömbin út þetta þriggja daga gömul og það létti mjög á þegar hægt er að koma ungviðinu út húsi.  Um 430 kindur eru á Áshóli.

Mætti vera hlýrra

Þar er einnig umfangsmikil kartöflurækt og segir Bergvin að hann sé um það bil hálfnaður að setja niður.  Landið sé að mestu tilbúið, en það mætti gjarnan vera hlýrra.

„Það hefur sem betur fer ekki komið neitt hret í maí, en verið fremur kalt flesta daga og það er ekki sérlega hagstætt fyrir okkur kartöflubændur. Það gerist lítið í jörðinni þegar veðurfarið er með þeim hætti,“ segir Bergvin.

4 myndir:

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...