Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Lífrænt land verði 10%
Fréttir 9. mars 2023

Lífrænt land verði 10%

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ráðgjafarfyrirtækið Environice hefur skilað tillögum til matvæla­ráðherra um eflingu lífrænnar matvælaframleiðslu á Íslandi. Lagt er til að stefnt verði að því að árið 2030 verði tíu prósent af landbúnaðarlandi á Íslandi orðið lífrænt vottað.

Árið 2020 var Ísland með næst­lægsta hlutfall af vottuðu landi á Evrópska efnahagssvæðinu, eða 0,3 prósent, en aðeins Grænland er neðar með núll prósent. Það ár var markaðshlutdeild þessara vara hæst í Danmörku af Evrópu­ sambandslöndunum, um 13 prósent, en engar tölur eru til um þessa hlutdeild á Íslandi. Í aðgerðaráætlun Environice kemur fram að ESB hafi sett markmið um að árið 2030 verði að minnsta kosti 25 prósent af öllu landbúnaðarlandi innan sambandsins komið með lífræna vottun. Þar kemur einnig fram að árið 2020 hafi 3,4 prósent af landbúnaðarlandi Evrópusambandsins verið komið með lífræna vottun og að í 15 löndum sambandsins var hlutfallið hærra en tíu prósent. Um aðgerðaráætlun er að ræða og eru tillögurnar ítarlegar, alls 31 talsins. Þeim er skipt niður í sjö efnisflokka þar sem hver og einn snýr að tilteknum hluta virðiskeðjunnar og innviðum framleiðslunnar.

Sjá nánar á bls. 44-45. í nýju Bændablaði sem kom út í morgun.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f