Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lífrænt land stækkað
Fréttir 3. september 2024

Lífrænt land stækkað

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Stefnt er að því að lífrænt vottað land á Íslandi verði tíu prósent af öllu landbúnaðarlandi árið 2040.

Aðgerðaáætlun stjórnvalda um eflingu lífræns vottaðrar framleiðslu var gefin út á þriðjudaginn. Íslenskt lífrænt vottað landbúnaðarland hefur fram til þessa verið metið undir einu prósenti alls landbúnaðarlands.

Evrópusambandið hefur sett sér markmið um að hlutfall af lífrænu landbúnaðarlandi í löndum sambandsins verði komið í 25 prósent árið 2030, en það var talið vera 10 prósent árið 2021.

Engar efnislegar breytingar voru gerðar á áætluninni frá því að drög að henni voru gefin út í desember á síðasta ári, en þá var hún lögð í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.

Aðgerðaáætlunin skiptist upp í fimm meginaðgerðir sem tengjast aðlögunar- og rekstrarstyrkjum, aðföngum, rannsóknum og ráðgjöf, markaðsstarfi og fræðslu og loks eftirfylgni og endurskoðun. Þá er í viðauka gerð grein fyrir aðgerðum sem heyra undir önnur ráðuneyti en matvælaráðuneyti, eins og til dæmis á sviði menntunar.

„Það er auðvitað bæði ánægjulegt og spennandi að aðgerðaáætlunin sé fullgerð og hafi litið dagsins ljós,“ segir Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, formaður VOR (Verndun og ræktun) – félags um lífræna ræktun og framleiðslu. „Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnvöld gefa út áætlun af þessu tagi og það er mikilvæg hvatning fyrir þá sem lifa og starfa innan lífræna geirans að finna fyrir stuðningi stjórnvalda í verki. Ég er bjartsýn á að það hafi jákvæð áhrif á greinina í heild og muni styðja við vöxt og fjölgun framleiðenda með lífræna vottun.

Það er einnig ánægjulegt að sjá að áætlunina á að endurskoða reglulega, en  mikilvægast er auðvitað að halda henni lifandi, vinna eftir henni og að fjármunum sé varið í framkvæmd þeirra markmiða sem þar eru sett fram.

Í lífrænni ræktun og framleiðslu, þeirri þekkingu sem þegar er til staðar og mannauðnum innan greinarinnar, eru mikil verðmæti fólgin og áætlunin getur orðið mikilvægt verkfæri til að viðhalda þeim verðmætum samhliða vexti greinarinnar í heild.“





Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f