Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Lífland hefur áburðarsölu
Fréttir 28. janúar 2016

Lífland hefur áburðarsölu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lífland mun hefja innflutning tilbúins áburðar í vor og er þetta í fyrsta sinn sem félagið býður upp á slíka vöru.

Í fréttatilkynningu frá Líflandi segir að meginástæða þess að félagið fetar þessa braut er stefna sem mörkuð hefur verið um að geta boðið bændum landsins upp á heildarlausnir í búrekstrarvörum.

Áburðurinn er markaðssettur undir heitinu „LÍF“ og slagorðinu „Fáðu LÍF í tún og Akra“ sem vísar beint í eiginleika áburðarins og nafn Líflands.

Áburðurinn kemur frá írska fyrirtækinu Grassland Agro og uppistaða vöruframboðsins eru fjölkorna blöndur. Grassland Agro er virt fyrirtæki á írska áburðarmarkaðinum og um þeirra hendur fer um fjórðungur alls áburðar sem seldur er á Írlandi þar sem þeir reka þrjár blöndunarstöðvar.

Verða alls níu vörutegundir á boðstólunum þetta árið m.a. nokkrar selenbættar. Nánari upplýsingar um vöruúrvalið og tilhögun flutningstilboða veita söluráðgjafar Líflands. 


Verðskrá áburðar hjá Líflandi 2016

 

Skylt efni: Lífland | áburður

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...