Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
LavaConcept vill fá leyfi til efnistöku á sandi nálægt Vík í Mýrdal fyrir sandblástur.
LavaConcept vill fá leyfi til efnistöku á sandi nálægt Vík í Mýrdal fyrir sandblástur.
Mynd / Annie Spratt – Unsplash
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi vegna efnistöku á sandi úr Höfðafjöru á Kötlutanga.

Fjaran er 2,5 kílómetrum sunnan við Hjörleifshöfða og um 11 km austan við Vík. Samkvæmt framkvæmdaleyfisumsókninni er fyrirhugað að taka árlega um 50.000 tonn af sandi á ári næstu fimmtán árin.

Í umsögn frá Eflu um málið segir: „Tilgangur efnistökunnar er að afla jarðefnis, nánar til tekið sands, sem nýta á í sandblástur erlendis. LavaConcept Iceland hefur unnið að rannsóknum á sandinum í fjörunni austan Víkur í 11 ár frá árinu 2013 og hefur komið í ljós að sandurinn er með eiginleika sem gera það að verkum að hann er einkar hentugur í sandblástur, þ.e. harður og oddhvass eftir að búið er að harpa og brjóta hann niður í rétta stærð, en það er gert erlendis.“

Samkvæmt ákvörðun skipulags- og umhverfisráðs Mýrdalshrepps á fundi 16. ágúst sl. telur það sig ekki geta veitt leyfið að svo stöddu. Ástæðan sé sú að leyfi liggi ekki fyrir hjá hlutaðeigandi landeiganda fyrir umferð eða vegagerð um það land sem akstursleið er skilgreind samkvæmt umsókninni. Jafnframt þurfi að kanna afstöðu Vegagerðarinnar ef opna þarf nýja vegtengingu við þjóðveg 1.

Ráðið hefur því óskað eftir frekari upplýsingum, frá umsóknaraðila, áður en umsóknin verður tekin fyrir aftur. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur staðfest ákvörðun nefndarinnar.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f