Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Keldur.
Keldur.
Mynd / Bbl
Fréttir 24. september 2021

Leit að verndandi arfgerð gegn riðu í sauðfé er engin skyndilausn

Höfundur: smh

Stefanía Þorgeirsdóttir fer fyrir rannsóknarverkefni á Keldum þar sem markmiðið er að leita að verndandi arfgerð í íslensku sauðfé, en erfðapróf sem byggir á einu tilteknu erfðamarki er notað víða í Evrópu í þeim tilgangi að byggja upp þolna sauðfjárstofna.

„Þetta verkefni er unnið hér á Tilraunastöðinni á Keldum af okkur Vilhjálmi Svanssyni í samstarfi við Eyþór Einarsson hjá Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins og er stefnan að safna sýnum víðs vegar um landið, auk þess sem sýni verða tekin úr fé á Grænlandi, en það er talið vera af íslenskum stofni,“ segir Stefanía.

Sjaldgæfur breytileiki

„Við erum svo í nánu samstarfi við Karólínu Elísabetardóttur, bónda í Hvammshlíð í Skagabyggð, og samstarfsfólk í Þýskalandi þar sem verkefnin skarast að miklu leyti og markmiðin eru þau sömu. Í verkefninu er áhersla lögð á að finna nýja eða aðra breytileika en þann sem þekktastur er fyrir að veita vernd gegn riðu, svokölluð ARR-arfgerð, sem hefur enn ekki fundist í íslensku sauðfé. Þegar hefur fundist breytileiki T137, sem mögulega er verndandi. Sá breytileiki hefur fundist áður í rannsókn á íslensku fé og voru niðurstöður um þann fund birtar í vísindagrein 1999, en á þeim tíma voru ekki komnar fram vísbendingar um að hann skipti máli varðandi riðunæmi,“ segir Stefanía.

Spennandi niðurstöður

Að sögn Stefaníu þarf að kanna tíðni breytileikans T137 í riðuhjörðum og hvort arfberar breytileikans í þeim hjörðum hafi verið lausir við riðu, til að sannreyna verndandi eiginleika hans í íslensku fé. „Á Keldum er að finna mikið safn sýna úr hjörðum þar sem greinst hefur riða á undanförnum áratugum. Ætlunin er að nýta sýnasafnið til rannsókna á breytileikanum sem og öðrum áður óþekktum sem mögulega hafa þýðingu fyrir riðunæmi.

Þetta eru spennandi niðurstöður og gætu komið að notum í baráttunni gegn riðu í framtíðinni ef í ljós kemur að þessi breytileiki hefur verndandi áhrif í íslensku fé líkt og virðist vera tilfellið á Ítalíu þar sem hann hefur helst verið rannsakaður. Það er vert að taka fram að hann er mjög sjaldgæfur og tæki því langan tíma að rækta upp fé með þannig arfgerð, þannig að hér er ekki um neina skyndilausn að ræða en þess virði að rannsaka betur,“ segir Stefanía.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...