Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Leikfélag Hörgdæla eignast félagsheimilið Mela
Fréttir 5. júní 2014

Leikfélag Hörgdæla eignast félagsheimilið Mela

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Fulltrúar Hörgársveitar, Kvenfélags Hörgdæla og Leikfélags Hörgdæla hafa skrifað undir samning um breytingar á eignarhaldi félagsheimilisins Mela í Hörgárdal.
 
Leikfélagið eignast húsið að fullu, með því meginskilyrði að sú starfsemi sem fram fer í húsinu stuðli að blómlegu starfi félagsins og styðji við menningarlífið í sveitarfélaginu og héraðinu öllu.
 
Leikfélag Hörgdæla hefur verið aðalnotandi Mela mörg undanfarin ár og sett þar upp leikverk af ýmsu tagi við góðan orðstír. Með samningnum er rennt enn styrkari stoðum en áður undir hið blómlega starf sem leikfélagið hefur staðið fyrir.
 
Eignaraðild Kvenfélagsins lýkur
 
Með samningnum lýkur eignaraðild Kvenfélags Hörgdæla að félagsheimilinu, sem staðið hefur óslitið allt frá upphafi. Kvenfélagið hefur verið einn af burðarásum samfélagsins í Hörgárdal og nágrenni um áratugaskeið og gert er ráð fyrir að samningurinn verði til þess að styrkja félagið.
 
Rekstur húseigna er stór þáttur í umsvifum Hörgársveitar og með samningnum er stuðlað að því að hann minnki. Eftir því sem tíminn líður er gert ráð fyrir að af því verði talsvert hagræði fyrir sveitarsjóðinn, um leið og „grasrótin“ í sveitarfélaginu fær frjálsari hendur en áður fyrir listsköpun sína og menningariðkun.
 
Í góðu ástandi
 
Félagsheimilið Melar í Hörgárdal var upphaflega byggt árið 1924, en hefur síðan verið stækkað og endurbætt, og er nú 260 m2 að stærð í góðu ástandi. Fyrir utan að henta vel til leiksýninga er húsið kjörinn staður fyrir fundi, veislur, ættarmót og hvers konar mannfagnaði.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...