Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Leikfélag Hörgdæla eignast félagsheimilið Mela
Fréttir 5. júní 2014

Leikfélag Hörgdæla eignast félagsheimilið Mela

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Fulltrúar Hörgársveitar, Kvenfélags Hörgdæla og Leikfélags Hörgdæla hafa skrifað undir samning um breytingar á eignarhaldi félagsheimilisins Mela í Hörgárdal.
 
Leikfélagið eignast húsið að fullu, með því meginskilyrði að sú starfsemi sem fram fer í húsinu stuðli að blómlegu starfi félagsins og styðji við menningarlífið í sveitarfélaginu og héraðinu öllu.
 
Leikfélag Hörgdæla hefur verið aðalnotandi Mela mörg undanfarin ár og sett þar upp leikverk af ýmsu tagi við góðan orðstír. Með samningnum er rennt enn styrkari stoðum en áður undir hið blómlega starf sem leikfélagið hefur staðið fyrir.
 
Eignaraðild Kvenfélagsins lýkur
 
Með samningnum lýkur eignaraðild Kvenfélags Hörgdæla að félagsheimilinu, sem staðið hefur óslitið allt frá upphafi. Kvenfélagið hefur verið einn af burðarásum samfélagsins í Hörgárdal og nágrenni um áratugaskeið og gert er ráð fyrir að samningurinn verði til þess að styrkja félagið.
 
Rekstur húseigna er stór þáttur í umsvifum Hörgársveitar og með samningnum er stuðlað að því að hann minnki. Eftir því sem tíminn líður er gert ráð fyrir að af því verði talsvert hagræði fyrir sveitarsjóðinn, um leið og „grasrótin“ í sveitarfélaginu fær frjálsari hendur en áður fyrir listsköpun sína og menningariðkun.
 
Í góðu ástandi
 
Félagsheimilið Melar í Hörgárdal var upphaflega byggt árið 1924, en hefur síðan verið stækkað og endurbætt, og er nú 260 m2 að stærð í góðu ástandi. Fyrir utan að henta vel til leiksýninga er húsið kjörinn staður fyrir fundi, veislur, ættarmót og hvers konar mannfagnaði.
Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...