Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Töluverðar leifar af ýmiss konar varnarefnum, eins og skordýraeitri og illgresiseyði, finnast á innfluttu spínati.
Töluverðar leifar af ýmiss konar varnarefnum, eins og skordýraeitri og illgresiseyði, finnast á innfluttu spínati.
Fréttir 5. nóvember 2020

Leifar af skordýraeitri yfir hámarksmörkum í nærri 10% af innfluttu bandarísku spínati

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í Ársskýrslu Mast fyrir 2019 kemur fram að leifar af ýmiss konar varnarefnum, eins og skordýraeitri, illgresiseyði, sveppalyfjum og stýriefnum, fund­ust í 4,7% ávaxta og 9,7% grænmetis.

Meðal ávaxta þar sem leifar varnarefna reyndust yfir leyfilegu hámarki voru blæjuber, kíví, stjörnualdin, klementínur og appelsínur. Hvað grænmeti varðar reyndist mest vera af leifum af skordýraeitri í innfluttu spínati frá Bandaríkjunum.

Ástæður varnarefnaleifa mismunandi

Í skýrslu MAST segir að frum­framleiðsla matjurta sé undir eftirliti Heilbrigðiseftirlits sveitar­félag­anna sem einnig hefur eftirlit með innflutnings- og dreifingarfyrirtækjum. Matvæla­stofnun skipuleggur sýnatökur vegna varnarefnaleifa, bæði í innfluttum matjurtum og innlendri ræktun. Sýnatökur og viðbrögð við niðurstöðum yfir hámarksgildum eru á hendi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna.

Þegar efni greinast yfir hámarks­gildi er málum fylgt eftir með stöðvun dreifingar ef varan er enn til og er framleiðanda eða innflutningsaðila gefinn kostur á að staðfesta niðurstöðu með nýju sýni. Þeim birgðum sem til eru er fargað ef niðurstaðan er staðfest. Ef varan er hugsanlega til á heimili neytenda og talin geta valdið þeim skaða, þá er hún innkölluð.

Þegar um innflutta vöru er að ræða er fylgst með næstu sendingum frá sama aðila. Dreifingarbann er á þeim sendingum þar til niðurstöður berast. Sendingum er fargað ef niðurstöður sýna leifar yfir hámarksgildi.

Ástæður þess að varnarefnaleifar eru yfir hámarksgildi geta verið mismunandi. Í flestum tilfellum erlendra vara hefur ástæðan verið sú að stífari reglur eru um notkun varnarefna innan EES en í Bandaríkjunum, Asíu eða Afríku. Því er í sumum tilfellum verið að stöðva dreifingu á vörum sem hugsanlega hefðu talist innihalda löglegt magn leifa í upprunalandinu.

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...