Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Leiðbeiningar um smitvarnir, þrif og sótthreinsun á gróðurhúsum
Fréttir 1. mars 2018

Leiðbeiningar um smitvarnir, þrif og sótthreinsun á gróðurhúsum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Síðastliðið haust greindust tveir plöntusjúkdómar í tómatrækt hérlendis og einn í agúrkurækt. Um er að ræða pepino mosaic virus (PepMV) og spóluhnýðilssýking (Potato Spindle Tuber Viroid) í tómatrækt og cucumber green mottle mosaic virus (CGMMV) í agúrkurækt.

Í kjölfari birti atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið reglugerð um aðgerðir til varnar útbreiðslu plöntusjúkdóma og Matvælastofnun birti leiðbeiningar um smitvarnir við garðyrkjurækt. Einnig var ráðgerð sýnataka í tómatrækt, agúrkurækt og kartöflurækt.

Eins og fram kemur í reglugerð 933/2017 um aðgerðir til varnar útbreiðslu plöntusjúkdóma er ræktendum garðyrkjuafurða gert að taka upp smitvarnir til þess að takmarka útbreiðslu plöntusjúkdóma. Matvælastofnun vill benda á birtar leiðbeiningar stofnunarinnar um smitvarnir en leiðbeiningarnar verða uppfærðar eftir því sem við á.

• Leiðbeiningar Matvælastofnunar um almennar smitvarnir fyrir ræktendur garðyrkjuafurða


Ræktendur þurfa að greina umfang eigin rekstrar og taka smitvarnir föstum tökum til þess að fyrirbyggja að smit berist til og frá ræktunarstöðum. Birtar hafa verið lágmarks smitvarnir sem miða að þríþættri nálgun smitvarna: 1) smitvarnir við inn- og útganga 2) svæðaskipting og skipulag húsnæðis og 3) staðlað verklag starfsmanna. Mikilvægt er að ræktendur taki upp eins víðtækar smitvarnir og kostur er.

• Leiðbeiningar Matvælastofnunar um lágmarkssmitvarnir í gróðurhúsum


Matvælastofnun beinir því enn fremur til ræktenda sem ákveða að þrífa og sótthreinsa hús hjá sér að kynna sér aðferðir og efnanotkun vandlega áður en tekist er á við verkefnið. Við slík þrif er mikið undir og afar mikilvægt að þrif og sótthreinsun beri árangur. Reglubundin þrif á gróðurhúsi eru mikilvæg fyrir gott plöntuheilbrigði. Birtar hafa verið leiðbeiningar um þrif og sótthreinsun gróðurhúsa verða uppfærðar eftir því sem við á.

• Leiðbeiningar Matvælastofnunar um þrif og sótthreinsun á gróðurhúsum

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...