Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Úrsliti í A-flokki verða nú á laugardagskvöldinu en hingað til hafa þau verið endapunkturinn á mótinu á sunnudegi.
Úrsliti í A-flokki verða nú á laugardagskvöldinu en hingað til hafa þau verið endapunkturinn á mótinu á sunnudegi.
Mynd / HKr.
Fréttir 24. júní 2014

Laugardagskvöldið á Landsmóti verður veisla

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Nú styttist í mánaðamótin þegar Landsmót hestamanna á Hellu verður sett. Hestamenn eru orðnir uppveðraðir yfir þessari hátíð sem að jafnaði er haldin annað hvert ár. Síðast landsmót var haldið í Reykjavík fyrir tveimur árum við misjafnar undirtektir en nú fer það eins og áður segir fram á Hellu í fimmta sinn en það var síðast haldið þar árið 2008.

„Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu móti en það er spurning hversu fjölmennt það verði. Við erum að vonast til þess að þarna verði að lágmarki 10.000 manns. Það er hins vegar ómögulegt að spá í hvernig það mun verða því veðrið ræður svo miklu í þessum efnum, sem og stemmingin sem myndast. Ef það fer saman, gott veður og góð stemming, þá getum við endað í góðri aðsókn og það vonum við auðvitað“, segir Haraldur Þórarinsson formaður Landssambands hestamannafélaga.

A-úrslit færð fram á laugardagskvöld

Spurður hvort hann haldi að eitthvað sérstakt muni einkenna landsmót nú nefnir Haraldur mikinn fjölda hrossa í kynbótasýningu. „Mér sýnist að það sé að koma mikill fjöldi kynbótahrossa til endurdóms. Það er hugsanlega vísbending um að það sé slök sala á hrossum núna og menn séu að koma með hross í dóm til að hækka þau og gera söluvænlegri. Þá sýnist mér að það verði óhemju spenna í kringum A-flokkinn í ár. Það eru komnir inn feikilega sterkir hestar í þann flokk núna. Við erum líka búin að færa úrslitin í A-flokki á laugardagskvöldið, þetta hefur yfirleitt verið endapunkturinn á mótinu á sunnudegi, en nú verður þetta hápunktur laugardagskvöldsins ásamt töltkeppninni. Ég held að það megi bara enginn missa af þessu. Þetta verður algjör veisla.“

Aðspurður segir Haraldur að hann hafi þó ekki áhyggjur af því að minni stemming verði á lokadegi landsmóts þrátt fyrir að búið sé að færa úrslit í A-flokki. „Ég held að þegar menn verði komnir á mótið muni þeir horfa á úrslit í B-flokki líka. Sá flokkur hefur verið mjög sterkur undanfarin mót og það er mikil eftirvænting eftir honum. Fjórgangshestar eru mjög vinsælir í sölu og það er mikil eftirspurn eftir þeim og ég held að það verði mjög mikil spenna varðandi þá keppni.“

Haraldur segist mjög spenntur, líkt og venjulega, fyrir því að fylgjast með ungu stóðhestunum. „Það er alltaf gaman að horfa á og spá í framfarirnar í greininni og það er ekki síst greinanlegt í þessum flokkum.“

Viljum sjá sem frjálsasta hesta

Eins og þekkt er tók stjórn Landssambands hestamannafélaga ákvörðun um að banna notkun tungubogaméla með vogarafli í keppnum á vegum sambandsins. Haraldur segir að hann eigi ekki von á að það bann muni hafa áhrif á frammistöðu á mótinu. „Ef eitthvað er þá eigum við bara eftir að sjá betri eðlisgæðinga á mótinu. Þeir hestar sem við munum sjá ná árangri þarna eru bara virkilegir gæðingar. Við höfum kennt íslenska hestinn við frjálst fas og fleira og við ættum bara að vilja sjá hestana með sem frjálsastan búnað en ekki búnað sem er notaður til að þvinga fram óeðlilegan fótaburð og höfuðburð.“

Ánægja með beinar útsendingar

Samningar um beinar útsendingar frá mótinu náðust við Ríkisútvarpið og fagnar Haraldur því. „Það hafa verið skiptar skoðanir um hvort við eigum að senda út frá þessum mótum en ég er sannfærður um að svo sé. Þeir sem geta mætt, þeir mæta. Þeir sem ekki geta komist á svæðið af einhverjum ástæðum geta þá notið þess að horfa á í sjónvarpinu. Ég held að partur af því að efla hestamennskuna hljóti að felast í því að auka aðgengi að henni með sem mestum hætti.“

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...