Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Landbúnaðar- og matarhátíð í Hörpu
Fréttir 25. febrúar 2016

Landbúnaðar- og matarhátíð í Hörpu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Búnaðarþing verður sett við hátíðlega athöfn í Hörpu sunnudaginn 28. febrúar kl. 12.30. Af því tilefni verður slegið upp landbúnaðar- og matarhátíð í Hörpu á milli klukkan 11 og 17 þar sem allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Fyrir og eftir setningarathöfn Búnaðarþings gefst gestum kostur á að kynna sér úrval íslenskra búvara hjá nokkrum úrvinnslufyrirtækjum bænda, skoða búvélar og virða fyrir sér mannlífið í Hörpu. Fyrir utan tónlistarhúsið verður grillvagn sauðfjárbænda, hamborgarabíllinn Tuddinn ásamt dráttarvélum og öðrum tækjabúnaði sem bændur nota í sínum störfum. Meðal fyrirtækja sem verða á svæðinu eru MS, Sláturfélag Suðurlands, Sölufélag garðyrkjumanna, Flúðasveppir, Biobú, Kraftvélar, Vélfang, Fóðurblandan og Landbúnaðarháskóli Íslands.

Setningarathöfnin er öllum opin á meðan húsrúm leyfir en þar mun Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, flytja setningarræðu og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ávarpar gesti. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona og bóndi á Mýrum stýrir athöfninni. Dömur í Graduale-kórnum syngja nokkur lög og bóndinn Svavar Pétur Eysteinsson, Prins Póló, flytur nokkra af sínum þekktustu slögurum. Í fyrsta sinn verða veitt Hvatningarverðlaun Bændasamtaka Íslands og Landbúnaðarverðlaunin verða á sínum stað. Tímarit Bændablaðsins kemur út sama dag og verður dreift í Hörpunni.

Allir eru velkomnir á landbúnaðar- og matarhátíð í Hörpu sunnudaginn 28. febrúar.

 

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...