Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Lágt verð að sliga mjólkurframleiðendur á Bretlandseyjum
Fréttir 15. janúar 2015

Lágt verð að sliga mjólkurframleiðendur á Bretlandseyjum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Afurðaverð til mjólkurbænda á Bretlandseyjum er orðið svo lágt að það stendur vart undir kostnaði. Kúabændum hefur fækkað um helming á síðasta áratug. Framleiðendur segja að með sama áframhaldi verði ekki hægt að tryggja áframhaldandi mjólkurframleiðslu í landinu.

Ekki er nóg með að kúabændur á Bretlandseyjum hafi þurft að þola rúmlega þriðjungs lækkun á verði, úr tæpum 65 í tæplega 40 íslenskar krónur fyrir mjólkurlítra á einu ári því í ofanálag eru mjólkursamlög þar í landi farin að draga þá á greiðslum. Helsta ástæða lækkunarinnar og tafa á greiðslum er sífellt harðnandi verðstríð stórmarkaða. Á sama tíma og verð til bænda hefur lækkað hefur verð á fóðri og öðrum nauðsynjum til framleiðslunnar verið að hækka um allt að 50%.

Vatn í flöskum dýrara en mjólk

Mjólk er viðkvæmari vara en flestar aðrar og sölutími hennar takmarkaður við fáa daga. Verð á lítra af mjólk í stórmörkuðum er lægra en sama magn af vatni, sama er reyndar upp á teningnum hér á landi, og undir framleiðsluverði hjá bændum sem reka meðalstór bú.

Framleiðslukostnaður á mjólkurlítra í Bretlandi er áætlaður í dag vera um 36% hærri en fyrir áratug.

Kúabændum fækkar

Fjöldi kúabænda á Bretlandseyjum er kominn undir tíu þúsund og hefur þeim fækkað um helming frá árinu 2002. Eina ástæða þess að margir bændur eru enn starfandi er að þeir njóta framleiðslustyrkja frá Evrópusambandinu en á móti kemur að kaupendur mjólkurinnar nota vitneskju um styrkina til að ná verðinu niður.

Verksmiðjubúum fjölgar

Í kjölfar fækkunar bænda hafa mjólkurbúin sem eftir standa stækkað og færst nær því að vera sjálfvirk verksmiðjubú með fleiri hundruð gripi. Hætt er að hleypa kúnum á beit og þær í staðinn fóðraðar á mjöli og fóðurbæti. Auk þess sem lyfjanotkun er mun algengari á verksmiðjubúum en litlum fjölskyldubúum. 

Aðrir úrræðagóðir kúabændur hafa gripið til þess ráðs að selja mjólk milliliðalaust til neytenda og jafnvel keyra hana heim að dyrum í mjólkurflöskum. Viðleitninni hefur verið vel tekið hjá mörgum sem styðja vilja bændurna og fá mjólk beint frá býli þrátt fyrir að verðið sé hærra en í stórmörkuðum.

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...