Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kjalvegur hefur oft verið nefndur sem ákjósanleg leið til að útvíkka möguleika ferðaþjónustunnar með tengingu á milli Suðurlands og Norðurlands. Til að svo megi verða er talið nauðsynlegt að endurbæta veginn svo hann verði sæmilega ökufær rútum og fólksbí
Kjalvegur hefur oft verið nefndur sem ákjósanleg leið til að útvíkka möguleika ferðaþjónustunnar með tengingu á milli Suðurlands og Norðurlands. Til að svo megi verða er talið nauðsynlegt að endurbæta veginn svo hann verði sæmilega ökufær rútum og fólksbí
Mynd / HKr.
Fréttir 11. febrúar 2020

Kjalvegur þarf að fara í umhverfismat

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fjallaði á síðasta fundi sínum meðal annars um efnistöku og lagningu Kjalvegar frá Árbúðum að afleggjara til Kerlingarfjalla. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri  Bláskógabyggðar, gerði grein fyrir niðurstöðu fundar með Vegagerðinni vegna málsins en í máli hennar kom fram að það sé útlit fyrir að Vegagerðin láti ekki verða af framkvæmdinni þar sem ráðast þurfi í umhverfismat. 
 
Það er sveitarstjórn ekki sátt með enda segir hún að framkvæmdin muni draga úr utanvegaakstri og öðrum neikvæðum umhverfisáhrifum, auka umferðaröryggi og bæta aðgengi þeirra sem um veginn fara. 
 
Góður vegur yfir Kjöl, jafnvel með bundnu slitlagi, gæti skapað skemmtilega viðbót og nýja hringleið fyrir ferðamenn.
 
Vegagerðin heldur ekki áfram
 
Svanur Bjarnason  hjá Vegagerðinni Mynd / MHH
„Skipulagsstofnun telur umfang framkvæmdarinnar vera það mikið að rétt sé að hún fari í mat á umhverfisáhrifum. Það þýðir að við höldum alla vega ekki áfram með þessar lagfæringar sem við höfum verið að vinna að í smáskömmtum á löngum tíma. Það er ekki búið að ákveða hvort við förum í umhverfismat vegna þessa en slíkt tekur alltaf allnokkurn tíma.
 
Þessi aðgerð felur alls ekki í sér að leggja neinn heilsársveg yfir Kjöl. Við vorum bara að reyna að koma slóðanum rétt upp fyrir landhæð. Í dag er hann niðurgrafinn og virkar í raun eins og árfarvegur sem mjög erfitt er að halda í sæmilegu horfi og veldur m.a. utanvegaakstri,“ segir Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði.
 
Eins og Kjalvegur er nú skapast af umferð um hann mikil rykmengun sem er hvorki náttúruvæn né æskileg fyrir þá sem vilja njóta útsýnisins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að með endurbótum á veginum sé hægt að auka öryggi vegfarenda auk þess að draga úr utanvegakeyrslu. Mynd / HKr. 
 
Uppbygging vegarins er afar brýn
 
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Mynd / MHH
„Sveitarstjórn hefur áhyggjur af stöðu mála vegna viðhalds á Kjalvegi. Vegagerðin áformaði að ráðast í uppbyggingu vegarins á 17 km kafla frá Árbúðum að Kerlingarfjallavegi. Vegurinn er afar slæmur malarvegur, nánast slóði á köflum, niðurgrafinn og yfirborð afar gróft. Lagfæringar vegarins miða fyrst og fremst að því að hækka vegyfirborð þannig að vegurinn virki ekki sem árfarvegur og er það m.a. gert til að minnka líkur á utanvegaakstri. Talsvert er um að ekið sé utan vegar til að komast hjá því að lenda í djúpum hvörfum og til að forðast svæði þar sem vatn safnast,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, og bætir við: 
 
„Uppbygging vegarins er afar brýn samgöngubót á svæði sem er fjölsótt allt sumarið. Skipulagsstofnun hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmdin skuli fara í umhverfismat. Athygli er vakin á því að hér er alls ekki um nýja framkvæmd að ræða, vegur liggur um Kjöl og hefur svo verið um áratuga skeið. Niðurstöðu sína byggir Skipulagsstofnun á landsskipulagsstefnu, en horfir nánast algerlega framhjá aðal­skipulagi Bláskógabyggðar, sem þó fékk staðfestingu Skipulags­stofnunar á sínum tíma, og sem gerir ráð fyrir endurbótum á Kjalvegi og efnistökusvæðum vegna þeirra. 
 

Skylt efni: Kjalvegur | umhverfismat | Kjölur

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...