Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fyrstu ferðamenn vetrarins sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break lentu á Akureyrarflugvelli í vikunni. Alls verða 29 ferðir milli Akureyrar og Bretlands og farþegar um 4500 talsins.
Fyrstu ferðamenn vetrarins sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break lentu á Akureyrarflugvelli í vikunni. Alls verða 29 ferðir milli Akureyrar og Bretlands og farþegar um 4500 talsins.
Mynd / Isavia/Auðunn Níelsson
Fréttir 11. desember 2018

Kærkomin innspýting í ferðaþjónustu norðan heiða

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fyrstu ferðamenn vetrarins sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break lentu á Akureyrarflugvelli í vikunni.

Flugferðirnar verða alls 29 í vetur og í hverri ferð verða sæti fyrir 200 manns. Þessi innspýting er því afar kærkomin fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi, eins og sást síðasta vetur.

Félagið Titan Airways sér um flugið  og notar eina af stærri vélum félagsins, Airbus A321 til verksins.

„Við erum hæstánægð með að vera komin aftur til Norðurlands fyrir fyrsta flug vetrarins,” segir  Chris Hagan, hjá Super Break í tilkynningu sem Markaðsskrifstofa Norðurlands sendi frá sér af þessu tilefni.

Fyrsta flugið var frá Exeter, einum af þeim 18 flugvöllum sem flogið verður frá í þessum 29 ferðum, en einnig verður m.a. flogið frá Inverness, Isle of Man, Jersey, Derry, Newquay og London Southend. Um 4500 ferðamenn eru væntanlegir á vegum Super Breaks frá desember og fram í mars en félagið vinnur í nánu samstarfi við Markaðsskrifstofu Norðurlands, Isavia og Titan Airways við þetta verkefni.

Heimamönnum býðst að kaupa flugsæti til Bretlands, en það skapar í fyrsta sinn tækifæri á beinum tengingum við hin ýmsu héruð Bretlands sem ekki hafa áður verið í boði.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...