Jökullinn Aletschgletscher í Sviss er stærsti jökullinn í Ölpunum. Árið 2011 var hann að jafnaði 23 kílómetra langur og þakti tæpa 82 ferkílómetra.
Jökullinn Aletschgletscher í Sviss er stærsti jökullinn í Ölpunum. Árið 2011 var hann að jafnaði 23 kílómetra langur og þakti tæpa 82 ferkílómetra.
Mynd / Christian Lendl
Fréttir 30. desember 2025

Jöklar hörfa hratt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Vísindamenn telja að meira en hundrað jöklar í Ölpunum verði horfnir árið 2033. Áratug síðar er því spáð að brotthvarf jökla í vestanverðri Norður-Ameríku nái methraða þar sem meira en 800 hverfa á ári.

Á heimsvísu eru til um 200 þúsund jöklar og hverfa að jafnaði 750 á ári hverju. Samkvæmt rannsóknum er því spáð að mun fleiri hverfi árlega eftir því sem losun gróðurhúsalofttegunda eykst. Frá þessu er greint í Guardian.

Miðað við þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ráðist í til að draga úr losun kolefnis er því spáð að hlýnun nemi um 2,7 °C miðað við meðalhita fyrir iðnbyltingu. Mun þetta auka á öfga í veðurfari og verða til þess að 3.000 jöklar glatast á heimsvísu árið 2040. 80 prósent af þeim jöklum sem til eru í dag gætu verið horfnir við lok aldarinnar.

Takist þjóðum heims að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og koma í veg fyrir að loftslag hlýni meira en 1,5 °C telja vísindamenn að 2.000 jöklar hverfi á ári hverju í kringum 2040. Eftir það myndi hægja á bráðnun jökla.

Jöklar hörfa hratt
Fréttir 30. desember 2025

Jöklar hörfa hratt

Vísindamenn telja að meira en hundrað jöklar í Ölpunum verði horfnir árið 2033. ...

Nýtt mælaborð styrkir hagsmunagæslu bænda
Fréttir 28. desember 2025

Nýtt mælaborð styrkir hagsmunagæslu bænda

Þann 15. desember síðastliðinn var nýtt mælaborð Bændasamtakanna tekið í notkun ...

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda
Fréttir 27. desember 2025

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda

Áramótin nálgast óðfluga og minnir Matvælastofnun dýraeigendur á að huga vel að ...

Gleðilega hátíð
Fréttir 23. desember 2025

Gleðilega hátíð

Bændablaðið óskar lesendum sínum um allt land gleðilegra jóla og þakkar samfylgd...

Skorradalshreppur kærir skipun raflínunefndar
Fréttir 23. desember 2025

Skorradalshreppur kærir skipun raflínunefndar

Sveitastjórn krefst þess að ákvörðun félags- og húsnæðismálaráðuneytisins um ski...

Guðmundur Hallgrímsson heiðraður
Fréttir 22. desember 2025

Guðmundur Hallgrímsson heiðraður

Fyrir skemmstu kom fulltrúi frá svissneska rúningsklippuframleiðandanum Heiniger...

Nýjungar næsta sumar
Fréttir 22. desember 2025

Nýjungar næsta sumar

Landsmót hestamanna fer fram á Hólum í Hjaltadal næsta sumar, dagana 5.–11. júlí...

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu
Fréttir 19. desember 2025

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu

Í fyrsta skipti styðja stjórnvöld nú beint kornframleiðslu kornbænda. Nýverið va...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f