Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samkvæmt kærunni stal Manitou einkaleyfisvarinni tækni frá JCB.
Samkvæmt kærunni stal Manitou einkaleyfisvarinni tækni frá JCB.
Mynd / JBC
Fréttir 14. júlí 2022

JCB kærði Manitou fyrir einkaleyfisbrot

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þann 5. júlí síðastliðinn dæmdi dómstóll í Bretlandi, sem fer með einkaleyfisbrot, franska fyrirtækið Manitou fyrir þjófnað á einkaleyfi í eigu JCB.

Umrætt einkaleyfi snýr að stöðugleikakerfi fyrir skotbómulyftara. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá JCB. Dómnum þótti fullsannað að Manitou hefði notað þessa tækni í sína framleiðslu um árabil og að tæknistuldurinn væri enn þá í gangi.

Manitou reyndi að fá einkaleyfið dæmt úrelt án árangurs, en það gildir til ársins 2031.

JCB vinnur í því að kæra Manitou fyrir brot á sama einkaleyfi fyrir frönskum dómstólum. Vænta má niðurstöðu úr því máli síðla árs 2023.

Skylt efni: einkaleyfi | einkaleyfisbrot

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...