Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Erlent íbúaráð Víkur var stofnsett með það fyrir augum að fjarlægja jaðarsetningu og mögulega tilfinningu afskiptaleysis er kemur að ákveðnum hópum í samfélaginu.
Erlent íbúaráð Víkur var stofnsett með það fyrir augum að fjarlægja jaðarsetningu og mögulega tilfinningu afskiptaleysis er kemur að ákveðnum hópum í samfélaginu.
Mynd / Tom Podmore, Unsplash
Fréttir 6. júní 2024

Jákvæð og uppbyggjandi samvinna í forgangi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, var nú í ár veittur fyrsta enskumælandi pólitíska ráði landsins, íbúaráði Víkur.

Verðlaunin, sem hafa verið veitt árlega síðan 2011, eru viðurkenning skapandi hugsunar og bjartsýni einhvers tiltekins verkefnis eða starfsemi sem vakið hefur athygli á byggðarmálum og aukið veg viðkomandi samfélags.

Til hliðsjónar er meðal annars skoðað hvort gefin sé jákvæð mynd af landsbyggðinni / viðkomandi svæði, hvort virkni íbúa eða bein þátttaka þeirra í verkefninu hafi skapað frekari samstöðu og heild, nú eða dregið að gesti. Ekki er nauðsynlegt að öllum þessum atriðum sé fylgt eftir, heldur séu þau höfð til hliðsjónar.

Skerðing jaðarsetningar

Nú í ár hlaut fyrsta enskumælandi pólitíska ráð landsins, staðsett í Mýrdalshrepp, þessa samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar.

Tomasz Chocholowicz.

Ráðið var sett á laggirnar fyrir tveimur árum og er skipað sjö fulltrúum af sex þjóðernum, Póllandi, Þýskalandi, Spáni, Filippseyjum, Slóveníu og Írlandi. Tomasz Chocholowicz, formaður ráðsins, segir það með vilja gert því mikil íbúavelta sé í Vík, sumir staldri einungis við í 3–4 mánuði vegna vinnu. Áhersla er lögð á að sem flestir upplifi sig ekki utanveltu og fái viðeigandi upplýsingar, til að mynda hvernig sækja má um kennitölu, skattaupplýsingar og þar fram eftir götunum, í raun það helsta sem auka má lífsgæði.

Ráðið var stofnsett með það fyrir augum að fjarlægja jaðarsetningu og mögulega tilfinningu afskiptaleysis er kemur að ákveðnum hópum í samfélaginu.

Meðal þess sem áhersla hefur verið lögð á er íslenskukennsla, en fjallað hefur verið talsvert um leiðir sem hægt væri að fara til þess að efla stöðu tungumálsins.

Samfélag Víkur er afar fjölbreytt en þjóðerni íbúa teljast alls tuttugu talsins, en kringum 60% íbúa sveitarfélagsins eru af erlendum uppruna. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri í Mýrdalshreppi, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri til ákvarðanatöku, en fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar voru fundir og kosningaefni til jafns haft á ensku og íslensku. Voru viðtökur afar góðar og vel tekið undir þá breytingu en Einar Freyr álítur að stór hluti samfélagsins skorti tækifæri til að koma sínum hugmyndum á framfæri og taka þannig raunverulega þátt í stefnumótun og stjórnvaldsákvörðunum í sínu sveitarfélagi.

Jákvæð og gagnsæ samvinna

Tomasz segir samvinnu þeirra Einars mjög jákvæða og þann síðarnefnda afar ötulan við að koma áfram þeim málefnum sem báðum liggja á brjósti. Gagnsæ samskipti og traust séu í forgangi og vel unnið að því að byggja brú milli heimamanna og þeim sem aðfluttir eru.

Jafnrétti eigi að ríkja milli allra íbúa og oft forvitnilegt að takast á við og leysa úr málefnum mismunandi heima með framtíðarsýn að leiðarljósi.

Mikil fólksfjölgun á sér stað í Vík, bæði aðfluttra sem og nýrra einstaklinga sem litið hafa dagsins ljós. Til gamans má geta þess að fyrir tíu árum taldi íbúatala Mýrdalshrepps alls 489 einstaklinga, en hefur nú í ár nær tvöfaldast, eða 881 manns.

Frá afhendingu Landstólpans; Lara Ólafsson og Hilary Jane Tricker frá enskumælandi ráði Mýrdalshrepps, Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, og Andri Þór Árnason, sérfræðingur hjá Byggðastofnun. Mynd / Hjalti Árnason
Allar fundargerðir á bæði ensku og íslensku

Segir Tomasz upphaf hvers fundar hefjast á greinargerð frá sveitarstjóranum sem veitir sitjandi enskumælandi ráði yfirlit yfir hin helstu málefni sveitarfélagsins. Allar fundargerðir eru skrifaðar bæði á íslensku og ensku og veita þannig ráðsmeðlimum og þeim sem lesa fundargerðirnar aukna innsýn í íslenska tungu en eru um leið öllum skiljanlegar.

Hlutverk ráðsins sé meðal annars að gera tillögur til sveitarstjórnar hvað varða málefni nýrra erlendra íbúa ásamt því að hafa eftirlit með að stefnu sveitarstjórnar á hverjum tíma sé fylgt. Leggja mat á þá þjónustu sem veitt er og stuðla að kynningu hennar, auk þess að gegna hlutverki sem samráðsvettvangur innflytjenda samfélagsins. „Okkur fulltrúum íbúa af erlendum uppruna þykir afar jákvætt hversu öflugt samstarf okkar við sveitarstjórann er og þakklát fyrir að myndast hafi vettvangur þar sem við getum haft áhrif á samfélagið sem við búum í.“

Viðurkenningin var að venju veitt á ársfundi Byggðastofnunar, en alls bárust 65 tilnefningar til 26 einstaklinga/verkefna á landsvísu.

Skylt efni: Mýrdalshreppur

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f