Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skjáskot úr nýju kyningarmyndbandi Sölufélags garðyrkjumanna. Nú er áherslan lögð á vistvænar lausnir í ræktun, pökkun og dreifingu sem er kolefnisjöfnuð alla leið í innkaupakörfuna.
Skjáskot úr nýju kyningarmyndbandi Sölufélags garðyrkjumanna. Nú er áherslan lögð á vistvænar lausnir í ræktun, pökkun og dreifingu sem er kolefnisjöfnuð alla leið í innkaupakörfuna.
Mynd / Skjáskot
Fréttir 7. febrúar 2022

Íslenskt grænmeti stendur fyrir – GÆÐI BEINT FRÁ BÓNDA

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sölufélag garðyrkjumanna (SFG) fagnaði 80 ára afmæli á árinu 2020 en það var stofn­að þann 13. janúar árið 1940. Félagið hefur nú sett í loftið nýtt og glæsilegt kynningar­myndband um starfsemina sem spannar allan ferilinn frá bónda á matborð neytenda.

Eins og fram kemur í mynd­bandinu er SFG samheldin fjölskylda grænmetisbænda sem hefur í þrjár kynslóðir vökvað grænmetið sitt með íslensku vatni.

Á rúmlega 80 árum hefur Sölufélag grænmetisbænda þróast hratt og tekið vaxtarkipp með hverri kynslóð. Félagið hefur þroskast á þessum áratugum úr grasrótarafli í bakland fyrir bændur. Eða eins og segir í myndbandinu:

„Fyrsta kynslóðin plægði akurinn með áherslu á framleiðslugetuna. Hún sýndi það og sannaði að á Íslandi má rækta afbragðsgrænmeti árið um kring. Önnur kynslóð fylgdi í plógfarið með áherslu á vöruþróun, merkingar og gæði. Hún sáði um leið fræjum að öflugu kynningarstarfi. Í dag vita allir að íslenskt grænmeti stendur fyrir gæði beint frá bónda.“

Nú sé áherslan lögð á vistvænar lausnir í ræktun, pökkun og dreifingu sem er kolefnisjöfnuð alla leið í innkaupakörfuna.

Kynningarmyndband um starfsemi SFG

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...