Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Íslenskir ostadagar á völdum veitingastöðum
Mynd / MS
Fréttir 23. október 2018

Íslenskir ostadagar á völdum veitingastöðum

Höfundur: Fréttatilkynning frá MS

Íslenskir ostadagar standa yfir dagana 15.-31. október á völdum veitingastöðum hringinn í kringum Ísland. Á dögunum verður fagnað fjölbreytileika íslenskra osta undir nafninu Ostóber. „Osta-matseðlar“ veitingastaðanna eru fjölbreyttir og eru allt milli þess að vera smakk milli rétta til þriggja rétta matseðla þar sem osturinn fær að njóta sín í aðalhlutverki. Þá eru pop-up veitingastaðir á vegum Búrsins og Ostabúðarinnar í mathöllunum á Granda og Hlemmi þar sem ostarnir fá að njóta sín.

Gull Tindur í boði í Hveragerði

Skyrgerðin Hveragerði er einn þeirra veitingastaða sem tekur þátt með þriggja rétta matseðil með ostaréttum. Í aðalréttinn á matseðli Skyrgerðarinnar er notaður nýr ostur sem er óvenjulegur útlits og ber nafnið Gull Tindur. Hann er kringlóttur með svart vax að utan sem gerir hann fallegan á að líta. Gull Tindur er geymdur í ostageymslu mjólkurbús KS í 12-14 mánuði áður en hann fer á markað og fær próteinið í ostinum að kristallast svo líkist salti þegar osturinn er borðaður. Verður spaghetti velt upp úr ostinum við borðið hjá gestum Skyrgerðarinnar sem panta réttinn, flamberað með brandý, ruccola salati, svörtum pipar og ólífuolíu.

Landakort af stöðunum sem eru með í Ostóber.


Starfsfólk pop-up staðs ostabúðarinnar á Hlemmi að skera Gull Tind, osturinn er framleiddur í Skagafirði.


Hægt er að fá ostabakka á Hlemmi með úrvali af ostum og meðlætið er frumlegt, mulið kaffi, hunang, ólívur, bláber og jarðarber.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...