Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Íslenskar agúrkur á matarborð Dana
Fréttir 22. mars 2018

Íslenskar agúrkur á matarborð Dana

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sölufélag garðyrkjumanna sendi í upphafi vikunnar fyrstu sölusendingu sína af grænmeti til Danmerkur. Um er að ræða tvö bretti af agúrkum sem verða seldar af netversluninni Nemlig.com.

Gunnlaugur Karlsson, fram­kvæmdastjóri Sölufélags garð­yrkjumanna, segir að til hafi staðið að sendingin færi fyrr en að henni hafi verið frestað vegna skorts á innlendum agúrkum.

„Það fór frá okkur tilrauna­sending fyrir ekki svo löngu og Danirnir voru gríðarlega ánægðir með hana. Í framhaldi af því sendum tvö bretti til viðbótar í byrjun vikunnar.“

Kröfuharðir neytendur

„Móttakandi sendingarinnar í Danmörku er netverslun sem heitir nemlig.com sem selur allt milli himins og jarðar og þar á meðal matvæli. Hún er að mínu mati ein glæsilegasta vefverslun á Norðurlöndunum í dag.

Neytendur í Danmörku eru mjög kröfuharðir og týpískur viðskiptamannahópur nemlig.com pantar matinn yfir rauðvínsglasi á kvöldin og fær hann sendan heim og fer aldrei í matvöruverslun.

Viðræður við Irma enn í gangi

Guðlaugur segir að Sölufélag garðyrkjumanna hafi um tíma átt í viðræðum við dönsku verslunarkeðjuna Irma um útflutning á grænmeti og að þær viðræður séu enn í gangi.

„Í dag stranda viðræðurnar við Irma á því að þar vilja menn fá íslenska lífræna vottun á framleiðsluna. Vandamálið er að hér á landi gilda ekki sömu reglur um lífræna vottun og í Skandinavíu. Í Skandinavíu er heimilt að rækta plöntur í rennum í eins metra hæð eins og við gerum og þar telst það lífræn ræktun. Hér er ekki heimilt að votta slíka ræktun sem lífræna þrátt fyrir að moldin, næringarefnin og allt annað sé lífrænt ræktað.

Þessu þarf að breyta og það verða stjórnvöld að gera. Ef þau gera það ekki er ólíklegt að við séum að fara að flytja út agúrkur héðan sem lífrænt vottaðar.”

Engin varnarefni í íslenskum agúrkum

„Vefverslunin nemlig.com gerir kröfu um að varan innihaldi ekki varnarefni og það er ekkert vandamál fyrir okkur að uppfylla þá kröfu. Það er þegar búið að staðfesta að hún geri það ekki af óháðri rannsóknastofu. Við merkjum vöruna sérstaklega sem lausa við öll varnarefni.“

Áhugi fyrir annarskonar matvörum

„Danirnir hafa sýnt áhuga að fá frá okkur fleiri tegundir af grænmeti og jafnvel aðrar annarskonar matvörur eins og kjöt og fisk. Viðræður um það eru í gangi nú þegar. Ég á ekki von á öðru en að þessi viðskipti eigi eftir að vinda utan á sig og að salan eigi eftir að aukast með tímanum,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...