Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Innlausn á greiðslumarki mjólkur
Fréttir 20. desember 2017

Innlausn á greiðslumarki mjólkur

Matvælastofnun vekur athygli á því á vef sínum í dag, að skilafrestur umsókna vegna fyrstu innlausnar og kaupa á greiðslumarki á árinu  2018 er 15. janúar næstkomandi.  

„Skilyrði fyrir kaupum er greiðsla berist í síðasta lagi 15. febrúar 2018. Umsóknum um kaup og sölu þarf að skila á þjónustugátt Matvælastofnunar. Umsókn um kaup á greiðslumarki er nr. 7.18 inn á þjónustugáttinni. Umsókn um sölu (innlausn) á greiðslumarki er nr. 7.14 á þjónustugáttinni.  

Umsókn  um innlausn þarf að fylgja  útfyllt og undirritað eyðublað ásamt  veðbókarvottorði og þinglýstu leyfi veðhafa jarðarinnar ef einhverjir eru.  Innlausnarverð á lítra á innleystu greiðslumarki liggur fyrir  í síðasta lagi 1. janúar 2018.  Matvælastofnun greiðir fyrir innleyst greiðslumark eigi síðar en 15. mars 2018. 

Greiðslumark framleiðanda með enga framleiðslu árið 2017 verður innleyst  á  öðrum  innlausnardegi ársins í maí  2018  án þess að bætur komi fyrir ef framleiðandi hefur ekki sent inn umsókn um innlausn í síðasta lagi 15. mars 2018,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...