Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Innkallanir á sýktu kjöti tvöfaldast á fimm árum
Fréttir 8. febrúar 2019

Innkallanir á sýktu kjöti tvöfaldast á fimm árum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt tölum sem Land­búnaðar­ráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt tvöfölduðust innkallanir á sýktu rauðu og hvítu kjöti í landinu á árunum 2013 til 2018. Innkallanir á alvarlega sýktu kjöti voru 97 árið 2018, eða fjórða hvern dag og alls rúm 5,4 milljón tonn.

Í flestum tilfellum var kjötið innkallað vegna alvarlegrar salmónellusýkingar, það sem í Bandaríkjunum kallast „Class One“ sýking og getur valdið alvarlegri sýkingu og jafnvel dauða neytenda.

Samkvæmt nýlegri skýrslu um sýkingar í kjöti í Bandaríkjunum segir að því miður sé það staðreynd að sífellt meira af hættulega sýktu kjöti sé á markaði og að berast inn á borð þjóðarinnar og breytir þá engu hvort um sé að ræða rautt kjöt eða kjúklinga.

Kjötframleiðendur í Banda­ríkjunum hafa svarað skýrslunni og segja að auknar innkallanir séu vegna aukins eftirlits en ekki vegna þess að meira af sýktu kjöti sé í umferð.

Þrátt fyrir aukið eftirlit eru skráð um 48 milljón tilfelli af völdum mataeitrunar á ári í Bandaríkjunum. Um 120.000manns lenda á spítala og um 3.000 manns látast af völdum matareitrana í Bandaríkjunum á ári.

Í skýrslunni er eftirlit með matvælum og matvælaframleiðslu í Bandaríkjunum gagnrýnt harðlega. Meðal annars vegna þess að þrátt fyrir að afbrigði sýklalyfjaónæmrar salmónellu greinist í kjöti sé sala þess leyfileg.

Svar kjötframleiðenda við þessu er að salmónella sé náttúruleg baktería sem ekki sé hægt að losna við að fullu. Í svari sínu greina þeir ekki á milli salmónellu sem hefur öðlast sýklalyfjaónæmi vegna ofnotkunar á sýklalyfjum í landbúnaði og salmónellu sem finnst víða í umhverfinu.

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...