Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Innkallanir á sýktu kjöti tvöfaldast á fimm árum
Fréttir 8. febrúar 2019

Innkallanir á sýktu kjöti tvöfaldast á fimm árum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt tölum sem Land­búnaðar­ráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt tvöfölduðust innkallanir á sýktu rauðu og hvítu kjöti í landinu á árunum 2013 til 2018. Innkallanir á alvarlega sýktu kjöti voru 97 árið 2018, eða fjórða hvern dag og alls rúm 5,4 milljón tonn.

Í flestum tilfellum var kjötið innkallað vegna alvarlegrar salmónellusýkingar, það sem í Bandaríkjunum kallast „Class One“ sýking og getur valdið alvarlegri sýkingu og jafnvel dauða neytenda.

Samkvæmt nýlegri skýrslu um sýkingar í kjöti í Bandaríkjunum segir að því miður sé það staðreynd að sífellt meira af hættulega sýktu kjöti sé á markaði og að berast inn á borð þjóðarinnar og breytir þá engu hvort um sé að ræða rautt kjöt eða kjúklinga.

Kjötframleiðendur í Banda­ríkjunum hafa svarað skýrslunni og segja að auknar innkallanir séu vegna aukins eftirlits en ekki vegna þess að meira af sýktu kjöti sé í umferð.

Þrátt fyrir aukið eftirlit eru skráð um 48 milljón tilfelli af völdum mataeitrunar á ári í Bandaríkjunum. Um 120.000manns lenda á spítala og um 3.000 manns látast af völdum matareitrana í Bandaríkjunum á ári.

Í skýrslunni er eftirlit með matvælum og matvælaframleiðslu í Bandaríkjunum gagnrýnt harðlega. Meðal annars vegna þess að þrátt fyrir að afbrigði sýklalyfjaónæmrar salmónellu greinist í kjöti sé sala þess leyfileg.

Svar kjötframleiðenda við þessu er að salmónella sé náttúruleg baktería sem ekki sé hægt að losna við að fullu. Í svari sínu greina þeir ekki á milli salmónellu sem hefur öðlast sýklalyfjaónæmi vegna ofnotkunar á sýklalyfjum í landbúnaði og salmónellu sem finnst víða í umhverfinu.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...