Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hvítar ólífur er sagðar sætari á bragðið en hefðbundnar ólífur og henti því betur til átu en til olíugerðar.
Hvítar ólífur er sagðar sætari á bragðið en hefðbundnar ólífur og henti því betur til átu en til olíugerðar.
Fréttir 26. mars 2019

Hvítar ólífur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áhugi á staðbundnum yrkjum er sífellt að aukast og vilji til að halda þeim við vex ár frá ári. Gamalt yrki af hvítum ólífum sem var þekkt og eftirsótt við hirðir í Evrópu á miðöldum er nú orðið eftirsótt aftur.

Í dag eru hvítar ólífur að mestu bundnar við staðbundna ræktun á eyjunni Möltu. Algengasta yrkið kallast 'bajada' og er mun sætara en venjulegar olíur og hentar því betur til átu en olíugerðar.

Talið er að hvítar ólífur hafi orðið til við stökkbreytingu þannig að aldin ólífutrjáa hafi hætt að framleiða grænukorn og ræktendur tekið greinar af þeim trjám og grætt á venjuleg ólífutré til áframræktunar.

Heimildir eru um að tré með hvítum ólífum hafi auk Möltu vaxið á Grikklandi, Ítalíu og Norður-Afríku en að þær hafi verið minni en á Möltu. Talið er að hvítar ólífur hafi borist til Möltu frá Ítalíu á miðöldum og þá hugsanlega sem skrautplanta.

Sagt er að fyrr á öldum hafi hvítar ólífur verið eftirsóttar í hirðveislum miðaldaaðalsins í Evrópu og að franskur læknir hafi haft atvinnu af því að ferðast milli halla- og klausturgarða og græða greinar af trjám sem gáfu af sér hvítar ólífur á hefðbundin ólífutré. Einnig segir sagan að olía hvítra ólífa hafi verið eftirsótt sem smurningsolía við kirkjulegar athafnir.

Uppi eru hugmyndir um að reyna ræktun á hvítum maltverskum ólífum víðar um heim, til dæmis suðurríkjum Bandaríkjanna og Nýja-Sjálandi. 

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...