Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sigurður Arnarson hefur unnið ötullega að skógrækt og fræðslu og hlaut á alþjóðlegum skógræktardegi Hvatningarverðlaun skógræktar sem veitt voru í fyrsta sinn.
Sigurður Arnarson hefur unnið ötullega að skógrækt og fræðslu og hlaut á alþjóðlegum skógræktardegi Hvatningarverðlaun skógræktar sem veitt voru í fyrsta sinn.
Mynd / Hlynur Gauti Sigurðsson
Fréttir 21. mars 2024

Hvatningarverðlaun skógræktar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Alþjóðlegur dagur skóga er 21. mars. Hvatningarverðlaun skógræktar eru veitt í tilefni dagsins og þau hlaut Sigurður Arnarson, kennari og fyrrverandi skógarbóndi.

Skógasvið Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) heldur utan um daginn á alþjóðavísu en forkólfar íslenskrar skógræktar veita Hvatningarverðlaun skógræktar í fyrsta sinn í tilefni dagsins.

Verðlaunahafi Hvatningarverðlauna skógræktar 2024 er Sigurður Arnarson. Verðlaunin hlýtur Sigurður fyrir skrif fræðandi og áhugaverðra greina um trjátegundir, skóga og skógrækt, sem birtar hafa verið á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga og víðar. Með því hefur hann stuðlað að aukinni þekkingu fyrir bæði almenning og fólk innan skógræktargeirans. Einnig er hann höfundur bókar um belgjurtir og hefur verið virkur í umræðu um skógartengd málefni.

Verðlaunin samstarfsverkefni

Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Skógræktarfélagi Íslands segir að uppruna Hvatningarverðlauna skógræktar megi rekja til ályktunar sem samþykkt var á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands (SÍ) 2022 um að á aðalfundum félagsins verði árlega veitt sérstök hvatningarverðlaun til einstaklinga eða hópa sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu skógræktar á Íslandi.

„Eftir umræður innan SÍ var ákveðið að binda þetta ekki við aðalfundi félagsins, heldur væri upplagt að halda upp á alþjóðlegan dag skóga með því að veita slík hvatningarverðlaun á þeim degi,“ útskýrir Ragnhildur.

„Sett var á fót nefnd með fulltrúum frá SÍ, Skógræktinni (nú Land og skógur) og Bændasamtökum Íslands (Deild skógarbænda) til að móta þetta frekar. Talinn var of stuttur fyrirvari til að ná fyrstu verðlaunaveitingu árið 2023 svo sómasamlegt væri og því stefnt á fyrstu verðlaunaafhendingu í ár,“ segir hún.

Nýsköpun og tækni

Kallað hafi verið eftir tilnefningum til verðlaunanna nú um miðjan janúar og borist um á þriðja tug tilnefninga. Þrír voru svo valdir af dómnefnd til að setja í kosningu á vefnum í febrúar og lá niðurstaða úr henni fyrir nú í mars. „Við þjófstörtum reyndar aðeins og afhendum verðlaunin degi á undan áætlun af því að Fagráðstefna skógræktar fellur á alþjóðlegan dag skóga þetta árið og það hentaði betur að hafa verðlaunaveitinguna þann 20. mars. En stefnan er að til framtíðar verði verðlaunin veitt árlega 21. mars,“ segir Ragnhildur.

Á vefsíðu FAO segir að umfjöllunarefni dagsins í miðstöð FAO í Róm verði nýsköpun og tækni sem séu að gjörbylta því hvernig við verndum og notum skóga. Heimurinn standi frammi fyrir áður óþekktum áskorunum sem ógni velferð mannsins og náttúrunni.

Nýjar lausnir séu að umbreyta skógrækt. Til dæmis með nákvæmari kortlagningu og vöktun, endurheimt vistkerfa og þróun sjálfbærari skógarafurða.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...