Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bæjarbóndi Oslóar ásamt forsvarsmönnum Clarion-Hub hótelsins í Osló skoða hvernig til hefur tekist með ræktun á þakinu en verkefnið nefnist Grow-Hub.
Bæjarbóndi Oslóar ásamt forsvarsmönnum Clarion-Hub hótelsins í Osló skoða hvernig til hefur tekist með ræktun á þakinu en verkefnið nefnist Grow-Hub.
Fréttir 4. júlí 2019

Hótelkeðja ræktar matvæli á húsþaki í miðborg Oslóar

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Stærsta hótel Clarion-keðjunnar á Norðurlöndunum var opnað 1. mars síðastliðinn á besta stað í Osló í Noregi með rúmlega 800 herbergi. Það sem hefur einna helst vakið athygli er sú nýbreytni að á þaki hótelsins verður ræktað grænmeti og kryddjurtir ásamt ávöxtum fyrir dvalargesti hótelsins. 
 
Það er bæjarbóndi Oslóarborgar, Andreas Capjon, sem sér um garðinn á þakinu á 13. hæð hótelsins sem þjónar eldhúsi hótelsins. Sænski stjörnukokkurinn Marcus Samuelsson, sem meðal annars hefur unnið á frægum veitingastöðum eins og Aquavit og Red Rooster í New York og er uppáhaldskokkur Barack Obama vel að merkja, vinnur verkefnið í samstarfi við bæjarbóndann. 
 
 
Andreas hefur unnið ýmsar tilraunir áður en sjálf ræktunin á þakinu hófst, meðal annars með að rækta í rigningarvatni og vikurmold. Einnig hefur Andreas kannað hvort hann geti notað matarafganga sem áburð á það sem ræktað er. Markmiðið er að matarafgangar geti gagnast fyrir veitingastað hótelsins sem er á efstu hæð. Nú er verkefnið komið vel af stað og lofar góðu þar sem gestir hótelsins fá hluta af næringu sinni með matvælum sem ferðast um afar stuttan veg. Ef vel gengur í sumar mun hótelkeðjan einnig þróa hugmyndina á öðrum hótelum sem hafa slíka möguleika. 
Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...