Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hornafjarðarkartöflur verða í umhverfisvænum umbúðum
Fréttir 24. janúar 2020

Hornafjarðarkartöflur verða í umhverfisvænum umbúðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændurnir á Seljavöllum og Akurnesi við Hornafjörð stefna að því að pakka öllum sínum pökkuðu kartöflum í umhverfisvænar umbúðir á þessu ári. Kartöflurnar eru seldar undir heitinu Hornafjarðarkartöflur.

Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum við Hornafjörð, segir að í desember á síðasta ári hafi Seljavallabúið byrjað að pakka gullauga í eins kílóa umhverfisvænar umbúðir og að á þessu ári sé stefnt að því að allar pakkaðar kartöflur frá Seljavalla- og Akurnesbúunum verði í slíkum umbúðum. Búin selja framleiðslu sína undir heitinu Hornafjarðarkartöflur.

Hjalti Egilsson og  Khalid Bousmara með gullauga í nýju umbúðunum.

„Umbúðirnar hafa reynst vel og við erum ánægð með að hafa fundið lausn sem kemur sér bæði vel fyrir umhverfið og gæði framleiðslunnar.“

Hjalti segir að vaxandi umhverfis­vitund og vilji til umhverfisverndar kalli á framboð vöru sem unnin er með umhverfisvænni hætti.

„Í umbúð­un­um er grænt PE, sem er hráefni sem ekki er framleitt úr jarðefnaolíu heldur úr sykursterkju, og er því kolefnisfótsporið af framleiðslunni mun minna. Efnið er 100% endurvinnanlegt og flokkast með plasti. Umbúð­irnar sem við notum eru með svo­kall­aða „OK biobased“ sem er vottun sem leitast við að uppfylla ströngustu skilyrði um umhverfisvænar vörur. Að baki vottuninni eru einföld og nákvæm gildi sem eiga að tryggja að verið sé að bera saman sambærilega hluti og á  grundvelli hlutfalls endurnýjanlegs hráefnis er varan vottuð með stjörnugjöf. 

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...